Gefn - 01.01.1871, Blaðsíða 7
7
2, þannig að sérplægni og antælisskapur einstakra manna
þvíngar eða tælir kjósendurna íueð ýmsu móti, med fortölum,
slægð og »góðgjörðum«. |>etta hyggjum vér muni allstaðar
við gángast, eins hjá oss sem annarstaðar; persónuleg hlut-
föll spila þráfaldlega undir, og einn lítur opt svo eða svo á
eitt mál af því »vinur hans« heíir þá eða þá skoðun. J>etta
er ófrelsi, ánauð, þrældómur, sem stjórnirnar leggja ekki á,
heldur þjóðirnar. Hversu margir eru ekki kosnir þannig,
sem gæla og gala fyrir þjóðinni á allar lundir til þess að
verða sjálfir álitnir sem þjóðlegastir! — Annars væri það
hörmulegt fyrir laud og lýð, ef það skyldi venjast á að þeir
verði kosnir til þíngsetu sem lítið eða ekkert vit hafa á
málefnunum, eða kann ske ekki nema einu einasta, og sem
ekki eru færir um annað en að vera hrifnir af sjálfum sér
og smjaðra fyrir þjóðinni, henni til eintóms niðurdreps og
minnkunar. En þetta gerist raunar miklu víðar en hjá oss.
J>að er eins og menn haldi að ekki þurfi nema heilbrigða
skynseini til að vera þíngmaður, enga þekkíngu og engan
lærdóm — eða menn lialda að þetta muni allt koma af
sjálfu sér eins og guðleg opinberan! Vér sögðum raunar í
inngánginum til þessa rits, að ekki þyrfti nema heilbrigða
skynsemi til að »pólitíséra«, en það var ekki bókstaflega
meint, eins og hverr maður getur séð.
það er nú eins með alþíng hjá okkur eins og með
þíng anuarstaðar, að þess konar stofnanir eru mikið góðar
og tímanum samboðnar; en nú er af nýja brumið, nú erum
vér orðnir vanir þeim. í samanburði við hið fyrra ástand,
þegar enginn mátti tala neitt né hafa neina meiníngu, eru
þær frelsi, og í fyrstunni fundum vér ekki annað en þjóð-
unum væri sleppt lausum eins og folum úr hesthúsi á vor-
degi. En í rauninni er þetta ástand ekki hót betra en hver
önnur góð stjórn, í hverju formí sem hún er — já, þessi
þjóðstjórn getur orðið helmíngi verri en önnur harðstjórn,
þegar þeir verða ofan á sem ekkert vit hafa á málunum,
og eru fleiri en eitt dæmi til þess. Vér álítum alþíng öld-