Gefn - 01.01.1871, Blaðsíða 46
4ö
burðir og í Slésvík. ]>að var þess vegua engin furða þó
Danir vildi innlima Slésvík, og þeir áttu fullan rétt til þess
eptir öllum gángi sögunnar, og má slíkt vera Tslendíngum
kunnugt ef þeir annars ekki era búnir að gleyma öllum sög-
um, livort sem þaö væri heldur Knytlínga eða Jómsvíkínga-
saga, eða aðrar sögur sem koma við þetta mál, að Slésvík
var rammdanskt land frá því sögur hefjast fyrst, en samlag-
aðist þýsku þjóðerni einmitt fyrir handvömm sjálfra enna
dönsku stjórnenda. »Personal-Union« hefði verið beinn
vegur til að losa Slésvík frá Danmörku, fyrir utan það að
annað eins ástand hefði fyllilega mátt heita viðrinislegt eða
»Uting« á dönsku; og þó þetta mál hafi farið eins illa fyrir
Dönum og kunnugt er, þá er það fremur lúalegt að hlakka
yfir annara óförum; eins og hverrmaður ekki vilji og megi
halda í það sem hann á og hefir átt frá alda öðli? Oss
væri sjálfum lángtum gagnlegra, ef Slésvik væri sameinuð
Danmörku, eins og hún var í öndverðu — því ef hvort
landið eptir annað verður svona tekið afDönum, þángað til
ekkert er orðið eptir — hvað verður þá urn okkur? Mundu
Ujóöverjar eða Norðmenn eða Svíar gefa okkur árgjald?
Nei, vér mundum þá verða að eiga oss sjálfir — enginn
mundi metavið oss fornöld vora, sem vér híngað til höfum
notið góðs af, því bæði pjóðverjar ogNorðmenn hafa nægi-
lega sýnt, hversu mikils þeir vilja unna oss af vorum forna
arfi, en það hafa Danir ekki sýnt (nema einstakir menn
sem hafa lapið allt eptir Norðmönnum og fjóðverjum) —
einmitt þá mundi verða farið með oss eins og Skrælíngja,
eða land vort mundi verða haft fyrir útver, og verða eins
og Gfrænland. Með þessu höfum vér sýnt, að orð þíng-
mannsins fálu í sér ekki einúngis fáfræði, heidur og einnig
það sem oss aldrei ætti að detta í hug og sem ætti að
vera lángt frá oss, ef vér annars elskum vort eigið land.
En ef kalla hefði mátt »Personal-Union« á milli Dan-
merkur og Slésvíkur viðrinislegt ástand eða »Uting«, þar
sem Slésvík er áfastur hluti Danaveldis með sömu sögu og