Gefn - 01.01.1871, Blaðsíða 92
92
hið minnsta saman að sælda við herliðið eða herstjórnina
varð fyrir enu beiskasta hatri og alls konar undirferli, hversu
lítilsháttar stöðu sem hann var í. Ný hlöð voru stofnuð,
einúngis í því skyni að skamma út og spilla herstjórninni,
sem um svo margar aldir hafði staðið fyrir sjónum Norð-
urálfunnar eins og furðuverk. pessi blöð tóku málstað allra
enna lökustu hermanna, slóu þeim gullhamrana á allar lundir
og örvuðu allt það hjá þeim sem verst var, og einmitt þessi
blöð, sem haldin voru og lesin af öllum hermönnum, og í
öllum hermannahúsum, leiddu af sér alls konar kröfur, heimt-
íngar og skoðanir, sem fremur voru ærs manus æði en
skyni gæddra skepna. J>að þarf engan spekíng til þess að
sjá enar frekari afleiðíngar af þessum hlut: óánægja með ylir-
boðarana og óhlýðni, sjálfbyrgíngsskapur og hroki festi óuppríf-
anlegar rætur í hjörtum hermannastéttarinnar. Og þetta
nægði ekki samt, heldur komu fram ýmsir menn — hverir
eða hvaðan, það vissi enginn, nema þeir voru af »þjóöirmi«
— og fóru hvervetna um landið og einkum um fjölmennustu
borgirnar og prédikuðu sína kenníngu, eða friðarboðskap, á
móti stjórninni. Eilífur friður og þar af leiðandi fullsæla
fyrir lönd og lýði, bróðurleg einíng og vinátta á milli allra
þjóða ef hætt væri öllum herbúnaði: þetta var sá eilífi og
óumbreytanlegi texti sem allar þeirra prédikanir áttu að
útþýða og frambera og sjálfir umsnérust þeir og hömuðust
á bændum og borgurum, og fengu þá líka svo mjög á sitt
mál sem nú hefir á sannast, enda kunnu þeir og að grípa
á kýlið, þar sem flestir kveinkuðu sér, því þeir stöguðust
alltaf á því, að ef þessi- mikli herbúnaður alltaf héldist við,
þá mundu allar landareignir bændanna leggjast í eyði, er
enginn fengist til að yrkja jörðina; öll iðn og atvinna hlyti
að lamast og fara af forgörðnm, af því allir öflugustu og
vinnufærustu mennirnir væri teknir í herþjónustuna. Á þess-
um fundum, sem þeir héldu þannig, voru opt margar þús-
undir manna saman komnar, og þar prédikuðu þeir viðbjóð
á stríðinu. þeir stóðu og grétu hástöfum og börðu sér á