Gefn - 01.01.1871, Blaðsíða 72
72
þar í gegnum, en fundu samt ekki sjóleiðina. Engu að
síður fór Parrv enn á stað 1824 með sömu skipin, og átti
nú að rannsaka Prins Regents sund; þar var alldauflegt og
urðu þeir að vera um veturinn þar í Bovens-höfn; sumarið
eptir brotnaði Fúría í ísjökunum og við það hélt Parry
heim.
Á árunum 1826 og 1827 fór Franklín norðureptir og
svo niður með Mackenzífljótinu; síðan skiptust menn i tvo
hópa og átti annar að fara vestur með ströndinni, en hinn
austur með. Franklín var sjálfur fyrir þeim sem vestur
eptir fóru, og komust þeir hálfa leið til íshöfðans, sem svo
er kallaður: Becchey hafði farið á slcipi norður í Beríngs
sund og ætlaði þar að taka á móti þeim, en þeir komust
ekki svo lángt. Franklín snéri aptur fyrir sakir þoku og
ísa (18. ágúst 1827).
Ekki leiddist Parry enn að kanna norðurleiðirnar, og
tók hann samt nú aðra stefnu. Englendíngar voru nú farnir
að verða vonar daufir um að komast norðvestur úr, en þar
á móti hugsuðu menn nú um að komast yfir sjálfan jarðar-
möndulinn. Parry var fús til að reyna þetta; var svo til
ætlast, að hanr. skyldi halda á skipi allt þár til er ísar bönn-
uðu, en síðan á sleðum eða ækjum; voru bátar þannig til-
búnir að aka mátti á þeim eptir ísnum; fjórir sleðar fylgdu
hverjum hát, og tólf hásetar og tveir formenn. 22an júní
1827 var Parry kominn norður fyrir »Spíssbergen«; þar
skildi hann við »Heklu« og komst á sleðabátunum rúmlega
að 83. mælistigi, var það lengra norður en nokkur hefir
komist áður eða síðan (nema Kane, sem komst að 82° 30')-
Menn voru þannig nægilega komnir að raun nm, að
þó það kynni að takast að finna eitthvert skipgengt sund
þar norðurfrá, og þá sjálfsagt á milli ísa og jökla og ekki
fært nema þá og þá, þá mundi slíkur sjóvegur vera alveg
ónýtur fyrir alla verzlan og samgaungur manna á milli;
Bretastjórn dró og inu þau verðlaun (20,000 pund) er heitið
hafði verið í þessu skyni. Uppfrá því urðu þessar norður-