Gefn - 01.01.1871, Blaðsíða 23
23
hnignandi, þegar hinir andlegu fjötrar losnuðu af mðnnunum,
svo þeir gátu komist til sjálfra sín.
A. Vér skulum þá fyrst skoða skuldamálið, en vér
munum ekki fara út í neina reiknínga um landskuld og
smjörfjórðúnga, heldur taka málið alveg frá almennu sjón-
armiði, því það getur ekki orðið skoðað og á ekki að skoð-
ast öðruvísi. Vér skulum strax sýna, að ef slíkar skoðanir
og þær, sem híngað til hafa ráðið hjá oss um stólsgóssa-
söluna og fleira þess konar, fengi framgáng, þá mundi allt
mannlegt felag kollvarpast, eða fremur að þá mundi allur
heimurinn verða vitlaus. þá ættum vér að gjalda fyrir
syndir allra ættmanna vorra, og þá mundi margur þykjast
veröa fyrir ójöfnuði. Hvað Danastjórn áður liefir af gert
fyrir mörg-hundruð árum, það er súnúverandi stjórn ekkert
skyldug til að bæta; því ef hún er það, þá eigum vér öld-
úngis eins að þola afleiðíngarnar af lieimsku og dáðleysi
forfeðra vorra, sem ekki einúngis létu fara með sig eins og
húðarhesta, heldur og einnig hjálpuðu sjálfir af öllu megni
til þess að koma okkur á knén. það er einlægt talað um
»stjórnina« eins og stjórnarinnar menn sé ódauðlegir og alltaf
hinir sömu; eins og stjórnin »þá« sé ekki allt annað en
stjórnin »nú«: eins og stjórnarinnar hugmyndir og öll aðferð
ekki hljóti að breytast með öllum tímanum; það er eins og
menn ímyndi sér að það eigi endiiega að líkja stjórninni við þá
tiu-þúsund »ódauðlegu« Persakonúngs, eða tvöhundruð ára
gamalt »Dragónregíment«, sem er ekkert annað en »maskíua«
og alltaf hið sama — enþótt allir falli. Munurinn er sá, að
í öðru er hugmyndin breytanleg, afþví það verðurað fylgja
með tímanum; en í hinu er hugmyndin óumbreytanleg og alltaf
hin sama einmitt af því það er einúngis eins og viljalaus
»maskína«. En allir forðast að geta um það, að okkur
sjálfum sé nokkuð að kenna; einn þíngmaður hefir og jafn-
vel sagt, að vér sjálfir værum ekkert skyldugir til þess að
minnast á það, livort Danir mundu eiga nokkuð hjá okkur.
En þetta er lúalega hugsað, því vér vitum ekki betur en að
allir ærlegir menn segi hreinskilnislega frá, ef þeir þykjast