Gefn - 01.01.1871, Blaðsíða 74
74
eptir árs lánga útivist þar; lá þá ekki annað fyrir en að reyna
að komast gángandi þángað sem »Fúría« hafði orðið eptir
árið 1825, því þar höfðu nægar vistir og áhöld veríð eptir
látin; það var hér um til 100 mílna vegur og tókst sú ferð
vel, en þegar þeir komu að Leopolds-ey, sáu þeir ekkert
annað en ís, og lá þá ekki annað fyrir en láta fyrirberast
enn einn vetur á Fúríuströndinni; sumarið eptir voru þeir
svo heppnir að ísa leysti svo þeir komu bátunum út og hittu
hvalveiðaskip, sem tók við þeim. J>egar þeir komu til Eng-
lands aptur, þóktust allir hafa heimt þá úr helju, því þeir
höfðu fyrir laungu veiið taldir af, eptir fjögra ára útivist.
Menn höfðu þar út búið skip það er »Terror« (ótti, ægir)
hét til þess að’ leita að þeim, sá hét Back er fyrir því var
og hélt hann 1836norður, komst i Prius-Regents-sund, fraus
þar inni og komst aptur heim sumarið eptir: meir er ekki
af hans ferð að segja.
Nú er að segja frá Franklín. Hann kom aptur úr norð-
urhöfunum 1827, eins og áður er sagt, og hélt nú suður-
eptir: hann varð landstjóri á Tasmaníu (Vandiemenslandi) í
Ástralíu: það er allgott land og nokkuð varmara en Island.
par réði Franklín landi allt til 1843. Barrow lifði enn og
var þá nær áttræður, en ern og ávallt jafn hugsandi um
norðurferðirnar. Hann kom því þá til leiðar að enn var
farið í landaleit, og skyldu nú tvö skip fara, hét annað
»F,rebus« en hitt var »Terror«. Terror merkir óttann en
Erebus Helju eða Niflheim og áttu þau nöfn allvel við, ept-
ir því sem fór. Crozier átti að stýra Terror, eu fyrir
Erebusi varð Franklín. og vitum vér ekki hvort liann hefir
boðist sjálfur fram eða Jón Barrow hefir fengið haun til
þess að fara; en svomá segja að feigð hafi kallað að Frank-
lín. Svo var til ætlast, að skipin skvldu halda sem skjót-
legast í gegnum Lankaster-sund og að Melviile-ey og síðan
suður eptir og reyna að komast inn í Beríngs-sundið. Hugðu
menn gott til fararinnar, og höfðu þó ekkert annað fyrir sér
en það að skip var gott og formaður öruggur. í mai-