Gefn - 01.01.1871, Blaðsíða 36
36
kytmi að hreyta úr sér einhveju kaldyrdi um íslendskuna
okkar, þá munum vér sjaldan hafa orðið orðlausir; en allt
þess konar eru undantekníngar. því ómögulegt er að hneyksl-
anir komi ekki, eptir því sem postulinn segir. Ef vér
verðum »undir« T)önum, þá er það sjálfum oss að kenna, því
það kemur þá til af því að vér höldum oss ekkert fram
sjáltir, en ætlumst alltaf til að Danir geri það; en það
bíður nú.
3. Hvort Íslendíngar sé »þjóð«. J>essu hefir opt verið
neitað og það borið fyrir að vér værum svo fámennir að
vér hefðum hvorki rétt til þess að heita þjóð né lifa neinu
þjóðlegu lífi; vér viljum hér ekki miima á eða tína saman
allt rugl og þvaður málfræðínga og annara lærdómsmanna,
sem neita oss jafnvel um nafn vort og heimta að vér séurn
kallaðir »Norðmenn«, og sem alltaf brúka nafnið »norrænt«
um það sem er beinlínis íslendskt, einúngis til þess að láta
okkur hverfa svo sem værum vér ekki til; eins og sonminn
sé ekki maður út af fyrir sig, hvort heldur sem faðirinn
lifir eða hann er dauður. þjóðarréttindi eru ekki fremur
undir mannfjölda komin en réttindi hvers einstaks manns
eru komin undir því hversu stór hann er eða sterkur eða
auðugur eða ættríkur. J>ó ekki væri til í heiminum nema
einn einasti danskur maður, þá mundi hann álíta sig sem
danskan, og hann, hann einn væri þá sú danska þjóð. —
þjóð er sér hvert það maunfélag, sem á sér sama ætterni,
mál og hætti, og það hversu sem meðlimir þess kunna að
vera tvístraðir út um allt yfirborð jarðarinnar: þjóðverjav
reikna sig þjóðverja hvort heldur þeir eru nýlendumenn í
Eússlandi eða í Ameríku, og svo er um alla aðra menn;
en hvað það snertir, að eitthvert mannfélag ekki hafi rétt
til að lifa þjóðarlífi ef það bæði er fámenut og heldur ekki
getur borið sig sjálft (ef svo kynni að standa á — en vér
könnumst ekki við það fyrir Islands hönd —), þá bæði
hrekst það á hverjum degi og um allar aldir af sjálfu sér,
því það er fullt i heiminum af smáþjóðum —jafnvel Lapp-