Gefn - 01.01.1871, Blaðsíða 67
67
Vissu menn síðan ekkert til þeirra fyrr en eptir tvö ár, J>á
fundu rússneskir sjómenn skipin og alla skipshöfnina dauða;
hafa þeir sjálfsayt látist fyrir sulti og kulda. fniðja skipið,
sem Chancellor stýrði, kom »í ókunnar heimsálfur og' svo
lángt, að engin nótt var lengur, heldur sífeld birta og sól-
skin yfir sjávarfletinum« — svona sögðu þeir frá, f>eir
komust yfir í hvíta hafið og hittu þar á múnklífi nokkurt
þar sem Arkangelsborg var síðan bygð.1) Á þessum stöðv-
um bygöu fiskimenn, er tóku vel við þeim og sögðu þeim
hvar þeir væri komnir. Varð Chancellor þá afhuga Sínlandi
og Indíalandi, en fór til Moskár og var þar vel tekið af
stórfurstanum. f>etta var fyrsta upphaf til verzlunarsambands
þess er síðan var gert milli Englands og Rússlands.
þá tóku Hollendíngar við, því stjórnin hafði heitiö verð-
launum fyrir að finna sjóveginn. Sá hét Barens er reyndi
til að komast á milli Síberíu og Ný-Semblu, eða þar norður
fyrir; það var á árunum 1594 ogl596 og þávar og í þeim
ferðum annar maður hollenzkur að nafni Hemskerk (um
ferðir þeirra ritaði Magnús Stephensen í Vinagleðinni). En
þetta tókst ekki; samt fann Barens þá aptur í þeirri ferð
Spíssbergen, sem Willougby hafði fundið áður 1553; þetta
land liggur hér um til 200 mílum not'ðar en Island. þaðan
komst Barens að norðurhorninu á Ný-Semblu og hreppti
svo mikinn ís og þokur, að hann varð að setjast þar um
kyrt. J>ar bygðu þeir sér timburkofa og sátu við ill kjör nærri
því í heilt ár, svo skipið gat ekki losast úr ísnum: og er
') petta klaustur var helgað Mikael höfuðengli (archangelo) —
af því orði er borgarnafnið komið Á ey þar nálægt er nú múnk-
lífi er heitir Solowezkoi, og gat það hafa verið stofnað þá
fyrir laungu, því þegar á lOJu öld var kristni boðuð í Garðaríki
og Jarisleifur (1019—1054) bygði bæði kirkjur og klaustur víða,
og fleiri stjórnarar þar. það er ramlega víggirt og var einu-
sinni umsetið í fjögur ár og varð ekki unnið. þar eru díblissur
og hafa þar setið margir menn og aldrei komið út aptur.
5*