Gefn - 01.01.1871, Blaðsíða 76
76
Mac Clúre og Collinson. Anuar leitarflokkur fór á landi og
stefndi til Mackenzí-fljótsins, og enn héldu aðrir fram með
Baffínsflóanum, þar sem seinast hafði spurst til Franklíus.
Kona Franldíns var á Englandi og sýndi af sér mikinn skör-
úngsskap: hún bjó sjálf út tvö skip á eigin kostnað; tvö
voru send frá Ameríku og sex höfðu látið út frá Englandi,
og voru þar frægastir stýrimenn Aústín og Parry. Grinnell
hét kaupmaður í Kvju Jórvík, ságaf tvö skipin en Ameríku-
stjórn bjó þau út; á öðru þeirra varlæknir sá er Kane hét,
og gaf hann út bók um ferð þessa og varð frægur síðan.
Á árunum 1851 og 1852 héldu enn fieiri skip í leitina, og
voru þar formenn Belcher og Kellett, og enn voru fleiri
skip sem eigi voru til annars ætluð en sem vistaskip og
frétta-skútur; yrði hér of lángt að telja alla þessa hluti,
en af þessu má sjá, að menn létu sér annt um Franklín og
skorti þar hvorki dugnað né fé, því ekkert var til sparað,
þó ekki dygði, því fæst af þessum skipum fengu öðru fram
komið en því að sitja frosin í ísum um tvo og þrjá vetur,
og nokkrir menn fórust af þeim; sum varð að skilja eptir,
en ekkert fréttist til Frauklins, þótt menn yrði ýmissa hluta
vísari um eðli lands og sjávar þar norðurfrá.
í ágústmánuði 1850 fundust fyrstu merki til Franklíns
á tánga þeim er Kíley heitir, og gengur þar fram sem Vel-
língton-sund liggur norður úr Barrówsundi. J>ar nálægt er
ey lítil er Becchey1) heitir; þar sást að þeir höfðu við hafst
og líklega átt gott; þar var ekkertletur er segði frá neinu,
nema á þrem legsteinum, er af mátti ráða að þeir höfðu
verið þar um veturinn 1845—1846 og þá enn haft skipin.
Leitarmenn héldu nú í norður og vestur og fundu urmul af
‘) Öll þau örnef'ni, semhér eru nefnd, erugefin afenskum mönn-
um á seinustu tveim öldum; þar eru engin forn örnefni, því
þar hafa aldrei neinir menn verið fyrr, og Skrælíngjar eður
Eskimóar hafa því nær engin nöfn gefið á þessum stöðum, það
kunnugt sé.