Gefn - 01.01.1871, Blaðsíða 28
28
kröptum sem hafa hrifið Dani, Norðmenn og Svía upp úr
doða og deyfð til dáðar og dugnaðar, á meðan vér sjálfir,
eigendurnir, liggjum í forinni.
Yér höfum þannig drepið á hversu öldúngis rángt það
sé að bera Dönum — að vér ekki nefnum þá Dani sem nú
lifa — á brýn, að þeir hafi kúgað oss og selt eignir lands-
ins af pólitiskum ástæðum eða illvilja; og vér liöfum tekið
fram hversu lángt sé frá því að vér sjálfir séum saklausir
í þessu efni. Menn hugsa aldrei eða vilja aldrei hugsa nm
tímann, sem þetta gerðist á, og það er aldrei tekið fram,
að það var ekki einúngis í Danmörku, heldur í öllum löndum,
að menn litu alveg skakkt á lík efni. ]>að vita allir hversu
afkáralega Island var orðið út undan; því jafnvel frá því
það komst undir Noregskonúng og lángt fram yfir seinustu
aldamót hefir það alltaf veriö skoðað ekki einúngis svo sem
utanveltu besefi, heldur og svo sem eitthvert ókunnugt land—
terra incognita et barbara — óviðkomandi Norímrlöndum,
hygt af Skrælíngjum og því nær sem helvíti á jarðríki.
Mönnum hefir verið svo ókunnugt um alla vora hagi, að
menn gleymdu ætterni voru og héldu að vér værum af
sömu kynslóð og Grænlendíngar eða Skrælíngjar (Eskimóar)
— og jafnvel enn í dag halda allmargir þetta. Island og
Grænland voru alltaf látin fylgjast að; Islaud var alltaf
álitið sem það væri sama eðlis og Grænland, og að það
væri ekki til annars hafandi en sem útver, þar sem menn
gæti aflað fiska og fugla, hvala og sela, fiðurs og lýsis, eins
og nú er gert á Grænlandi. Mönnum kom aldrei til hugar
að í landinu bygði menntuð og skynug þjóð, sem ekki varð
farið með eins og Skrælíngja — og sem er alls annars eðlis
ekki einúngis að ætterni, heldur og að lifnaðarháttum, þar
sem Skrælíngjar þekkja hvorki nautpeníng né sauðfénað, né
hesta — að vér ekki nefnum bækur eða andlegt atgjörvi,
því Skrælíngjar eru villiþjóð sem engri menntan getur tekið
og enga menntan getur þolað, þrátt fyrir allar tilrauuir
sem gerðar hafa verið frá Danmörku til að mennta þá.