Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Side 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Side 13
i3 þá ekki hof nema hörgr suðr í Krosshólum, sjá um hörg Árb. i. h., bls. 8g—92. Reyndar er talað um hof í Hvammi, er þorvaldr Koðránsson og Friðrekr byskup boðuðu kristni í Vestfirðingafjórð- ungi, enn þetta hof þarf þar fyrir ekki að hafa verið höfuðhof. f>að er mjög eðlilegt að þar hafi verið komið heimilishof í kring- um 985, með því að sagt er: „eftir andlát hennar (Auðar) viltust frændr hennar af réttri trú“. Fms. 1. b., Kh. 1825, bls. 248—249. Eg hefi margoft leitað að hoftótt í Hvammi og þar f kring og síðast í sumar er leið, enn aldrei getað fundið þar nein merki þess, og aldrei hefi eg getað spurt upp neinar munnmælasögur um hof þar, og hefi eg þó mjög leitað eftir þeim, enda er það heldr ekki líklegt, að höfuðhof hafi verið í Hvammi, þar sem slíkt stœrð- arhof hefir verið í Ljárskógum svo skammt frá. 5>ess má og geta, að hvergi er nefnt hvar höfuðhofið hefir verið í Rauðmelingagoðorði. Vera má, að það hafi verið á Hof- stöðum í Miklaholtshreppi eða í Hofgörðum, eins og jafnvel nöfn- in benda til, enn þá hefir það ekki verið á Rauðamel, sem goð- orðið þó er kent við og Sel-þórir bjó. Afkomendr hans sýnast hafa verið mestir höfðingjar i því þingi fram yfir kristni, t. d. þor- steinn í Haffjarðarey; hann mun hafa verið goði í því þingi, þvi- að hann tók Rauðmelingagoðorð burt úr pórsnesf ingi eftir deiluna við Snorra goða, sjá Eyrb.s., Leipzig 1864, bls. 105. Um stallana í hofunum. Meðan ekki var nema eitt hof rannsakað, var eigi allhœgt að gera sér glöggva hugmynd, t. d. um stallana í hofunum, eða hvern- ig þeim hefir verið hagað, með því að þau einkenni kynni að reyn- ast öðruvís við rannsókn fleiri hofa. Eg hefi getið þess í Árb. 1. h., að millumveggrinn í hofunum milli afhússins og aðalhússins muni hafa verið nokkurs konar aðalskifting eða fortjald milli aðal- hússins og afhússins sem þess allrahelgasta; eg held og enn þeirri skoðun, enn eg hygg, að millumveggrinn hafi verið annað meira, eða hann hafi og aðra sérstaka þýðing, nl. að hann hafi verið bekkr- inn eða stallrinn, sem goðin stóðu á. það er auðsætt, að ekki þurfti svo breiðan vegg, sem er enda breiðari enn ytri veggir hof- anna, einungis til aðskilnaðar þvert um. Hoftóttin á Rútsstöðum er, sem áðr er sagt, 20 fet á breidd að utan; innanmál eða breiddin innan veggja hefir verið í mesta lagi 12 fet, og er það lengd mill- umveggjarins, enn millumveggrinn á þessari tótt er nær 7 fet á þykt. Eg hefi hugsað mér svo, að á þá brún millumveggjarins, sem veit til aðalhússins, hafi verið hlaðinn þunnr veggr, sem skift- ing eða skilrúm í hofinu, og þannig hafi myndazt í afhúsinu stallrinn, sem goðin stóðu á, og hefir þá alt þetta verið þiljað og tjaldað. Hugsa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.