Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Side 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Side 18
i8 sem helgað var fór; þar vóru í hundrað goða, Fms. 10. b.. Ó1. s. Tr., bls. 252, enn hér held eg sé þó nokkurar öfgar. Allir þeir guðir, sem Snorri Sturluson telr upp í Eddu, hljóta að hafa verið dýrkaðir, enn eftir því sem hverjum þótti sér haga ; og hét hann þá á þann guð, sem hann hafði mestar mætr á samkvæmt eigin- legleikum þeim, sem honum vóru eignaðir. borið armhringa vanalega, enn ekki undir ermunum, nema þegar þeir fóru leynilega með þá, enn þó hafa digrir hringar jafnan búlkað nokkuð út, þann- ig að fyrir þeim hefir sézt, þó að þeir væri undir ermunum ; það er auðséð af því, sem sagt er um Eyjólf Bölverksson, sem ekki vildi láta sjá hringinn, er Flosi gaf honum, þvíað ella hefði Snorra goða ekki dottið í hug að gæta að nokkurum hring, nema hann hefði séð undir erminni eitthvað, sem mik- ið var fyrirferðar, Njálss. bl. 743—744 : »Snorri goði þreif til handarinnar Eyjólfi ok fletti upp erminni ok sér, at hann hafði gullhring mihinn á hendi#. Og enn fremr segir bl. 745, að Snorri sendi mann til þeirra Gissurar hvíta, og lét segja honum, að Eyjólfr frændi hans hefði þegið gullhring nokkum, er hann fór »leynilega með«, þetta bendir á, að hringrinnvar stór, þó aðhonum yrði komið undir ermina. í Fms. 5 b., bl. 316—317, er og talað um mann, sem hafði 2 gullhringa, annan, sem hann bar leynilega, enn hinn opinberlega. þarm sem hann bar leynilega, hafði hann undir »skyrtuerminni«. Hkr., bl. 435, segir um þóri, son Olvis á Eggju: að hann hafði á hœgri hendi »fyrir ofan ölboga digran gullhring« er Knútr konungr hafði gefið honum, og lét engan mann sjá. Hér er því sönnun fyrir, að þessi hringr hefir verið allvíðr, þar sem hann komst upp fyrir olboga og upp fyrir vöðvann, þar sem hand- leggrinn er gildastr, og þótt nú hringrinn hefði ekki verið mótlaus eða ekki alveg fastr saman þ. e. kveiktr, þá er ekki allhœgt að sveigja digran gullhring sundreða saman. Eg vona því, aðmenn sjái, að það er fullsannað, að stallhringrinn í þórsneshofinu að minsta kosti hefir verið »t v i 10 g e y r- ingrt, eða 40 lóð, enn ekki tvíeyringr eða 4 lóð, þar sem það bæði sést af orðum Eyrbyggja sögu sjálfrar, og líka af samanburði við aðra arm- hringa. það er eigi heldr hklegt, að hinn helgi stallhringr, sem vinna skyldi að alla lögeiða, og sem var menjagripr í hofunum, hafi verið féminni og auðvirðilegri enn allir aðrir hringar, sem nefndir eru. Eftir núverandi verði á gulli og hlutfalli millum gulls og silfrs kosta 40 lóð af gulli hér um bil 1580 kr., og það er þá verð stallhringsins í gulli. Hofin höfðu miklar tekjur; reyndar verðr ekki sagt, hvað hoftollrinn var mikill, enn ekki er ólíklegt, að það hafi verið líkt og gjald til kirkju nú. Melabók segir, Ln. bls. 334 : »Hverr skyldi ok gjalda hofstoll, eigi síðr enn nú kirkjutíund«, enn það er nokkurn veginn víst, að hvert höfuðhof hafði tekjur af jafnstóru svæði til jafnaðar og átta kirkjur nú; hin fornu goðorð vóru 36, sbr. Grágás Kb. 20 k., enn eitt höfuðhof var í hverju goðorði; nú eru kirkjur á öllu landinu um 300; hafi hér 1 fornöld verið meiri mannfjöldi eða fleiri búendr enn nú, og menn verið auðugri, hafa tekjurnar orðið meiri enn áðr er sagt. það er og líklegt, að einstakir menn hafi orðið til þess að gefa gjafir til hofanna, annaðhvort gripi eða annað fé. það sýnir dœmi Gríms geitskós, sem gaf alt það fé til hofa, er landsmenn gáfu honum fyrir að kanna landið, Islend- ingab. Ara fróða, 2. k.: Ulfljótr vas austr í Lóni; en svá es sagt, at Grímr geitscor væri fóstbróþir hans, sá es cannaþi Island allt at ráþi hans, áþr alþingi væri átt; en honom fécc hverr maþr pening til á landi hér, en hann gaf fé þat síþan til hofa«. þetta hefir því hlotið að vera stórfé, þegar hver maðr á landinu gaf pening. þetta var skömmu fyrir 930, áðr enn al- þingi var sett, og þá var landið orðið albygt, svo að eigi varð fjölbygðara síðar. það er tekið fram í íslendingab., 3. k.: »Svá hafa ok spakir menn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.