Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Page 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Page 38
38 þvíað þau hafa viltan fyrir okkr stíg í allan dag; eg heíi aldrei fyrr villr farið á ævi minni“. Helgi gengr nú út og lætr opið hofið, stendr nú fjúk um alt hofið. Snýr Helgi þá ofan að öNe1 ogþeir, og svo upp eftir nesinu, unz þeir kómu á Víðivöllu. þar var tekið við þeim með blíðu, og var þá af dagsetri. þeir eru þar nokkurar nætr og léttir þá hríðinni. Droplaug var löngum á tali við sonu sína, og vissu menn ekki til, hvað í erindum var, og fara þeir síð- an heim, er þeim þykir tími til kominn“. Droplaugarsona saga, Kh. 1847, er 1 aðalatriðunum samhljóða því, sem hér segir, enn hún segir styttra frá og nefnir ekki goðin í hofinu, bl. 10—11: „Einn tíma talaði Droplaug við sonu sína: Ek vil senda ykkr til Vápnafjarðar í Krossavík til Geitiss.“ þeir fóru heiman ok vestr á heiði; ok er þeir höfðu af fjórðung, laust áfirir þeim hríð mikilli, ok vissu ekki, hvar þeir fóru, fyrr enn þeir komu under húsvegg einn ok gengu um sólarsinniss. þá fundu þeir dyrr, ok kenndi Helgi, at þat var blóthús Spakbessa. Sneru þeir brott þaðan ok komu heim, er þriðjungr var eptir nætr, á Arneiðar- staði. En hríðin hélzt hálfan mánuð, ok þótti mönnum þat langt mjög; en Spakbessi sagði þat valda svá langri hríð, er þeir Drop- laugarsynir höfðu gengit sólarsinniss um goðahús hans, ok þat ann- at, at þeir höfðu ekki lýst vígi Tordýfils at lögum, ok hefði goðin þessu reizt“. Hún segir og bls. 7: „Bessi hét maðr, er bjó á Bessa- stöðum; hann var Össurarson; Hólmsteinn hét son Bessa“. þessu er og Landnámab. samhljóða, bl. 242, og neðanmáls á sömu bl., og bl. 244 segir Landnb. frá afkomöndum Bessa Össurarsonar. Freyr2 og þór sýnast hafa verið mest tignaðir í þessu hofi, þar sem þeir höfðu hin œðstu sæti. En það sem hér er einkum athugavert, er, að ásynjurnar Frigg og Freyja eru taldar þar næst sem helztu goðin, þvíað annarstaðar man eg ekki til að þær sé sérstaklega nefndar í hofi. far sem talað er hér um öndvegi á hinn œðra bekk, þar sem goðin vóru, þá mun það eiga að skiljast þannig, að Freyr og þór, sem œðstu goðin, hafi setið á þverveggnum eða stallinum miðjum, samkvæmt því sem segir í Kjalnesingasögu, og þá, ef til vill, fieiri goð til beggja hliða; enn ásynjunum hafi þá verið gerðr sérstakr 1) þannig er þetta orð ritað, og mun hér eiga að standa »ónne» = ánni. 2) þorvarðr Kerulf, héraðslæknir í Múlasýslu, hefir sagt mór, að til væri enn munnmælasaga um, að hofið á Bessastöðum hafi verið brent, þegar kristni kom á ísland, enn goðunum hafi verið lcastað % Lagarfljót og þau hafi rekið á eyrum nokkurum, sem ganga neðan til út í fljótið, og til merkis um þetta heiti enn í dag Freysnes, þar sem Frey rak, enn þórsnes, þar sem pór rak. þessi saga á hér vel við og styrkist við það, sem Droplaugar- sona saga hin lengri segir, að Freyr og þór væri œðstu goð í hofinu á Bessa- stöðum, og sýnir hún, hvé munnmælasögur geta þó haldizt lengi við.J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.