Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Side 45

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Side 45
45 hús1. Dyrnar snúa í norðr; hún er alveg kringlótt og veggirnir mjög lágir orðnir, og gólfið tóttarinnar heldr lægra enn fyrir utan. Tóttin er nær 18 ál. í þvermál. Innaníhenni stendr kringlótt upp- hækkun eða stallr, sem er hér um bil io fet í þvermál, eða fram undir það. Af einni hliðinni á honum er sem sneitt, þannig að stallrinn (sem eg nefni hann) myndar þó meira enn hálfkringlu. Hliðin, sem af er sneitt, snýr á móti dyrum, þó eigi alveg. þetta er alt mjög reglulegt og svo tóttin öll. þessi tótt var í mínu ung- dœmi nefnd hof eða hörgr. Eg var svo heppinn, að eg hugði ná- kvæmlega að tótt þessari 1875; eg mældi hana nokkurn veginn og tók af henni mynd. í>egar eg fór vestr í fyrra til rannsóknanna í Breiðafjarðardölum, hugði eg gott til að geta rannsakað þessa tótt. En hversu brá mér í brún, er eg sá, að búið var að byggja ofan á hana lambhúshlöðu ? Eg mátti því láta mér nœgja það, að sjá á röndina á henni, sem stóð út undan hlöðuveggnum. Hvað á nú að ætla um þessar tóttir, sem nefndar eru hoftóttir, og um þá tótt, er á Brúsastöðum stendr í svo nefndri Hofkinn ? Tóttin í Fagradal var og kölluð hof eða hörgr, og sýnir það enn, að hofi og hörg er blandað saman. Nú segir Melabók, bl. 335: „Kórr eða goðastúka var hjá liverju hofi ; þar vóru í goðin“. Næst er það því minni ætlun, að á þeim stöðum, þar sem auðsjáanlegt er, að hörg- ar eru hús, þá muni þeir hafa verið goðahús með engum veizluskdla við, og að leifar þeirra sé þessar kringlóttu tóttir, smb. lýsingina á Kjalarneshofinu, sem var kringlótt fyrir endann og byggt upp af sem húfa; smb. afhúsið í Ljárskógatóttinni, sem og er kringlótt, og smb. ennfremr hoftótt, sem dr. Kálund getr um í bók sinni, 1. b., bl. 269, nálægt Seljalandi austr, er hann segir að og sé kringlótt fyrir endann. Eg skal að endingu tilfœra hér tvær vísur, sem hafa hörg í kenningum, og sem eg hefi beðið dr. Jón þorkelsson að skýra, og segja álit sitt um. J>annig eru hans skýringar : „Að orðið hörgr merki eigi altari, gerði eða þaklausa tótt, heldur hús eða bygging með rjáfri eða þaki yfir, sýnist mega ráða af því, hvernig það er við haft í fornum í skáldskap í kenningum. 1. gunnhörgr. Austrlöndom fórsk undir allvaldr sás gaf skaldom (Hann fekk gagn at gunni) gunnhörga slög mörgom. Heimskr. Ungers útg. 8928, Hákonar saga hins góða, 10. kap.; Fríssbók ~]ox ; Fms. 1,30. 1) Eg er upp alinn í Fagradal, frá því eg var þrévetr til þess eg var ellefu ára. Síðan var eg þar og heimagangr alt fram yfir tvítugt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.