Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Qupperneq 45
45
hús1. Dyrnar snúa í norðr; hún er alveg kringlótt og veggirnir
mjög lágir orðnir, og gólfið tóttarinnar heldr lægra enn fyrir utan.
Tóttin er nær 18 ál. í þvermál. Innaníhenni stendr kringlótt upp-
hækkun eða stallr, sem er hér um bil io fet í þvermál, eða fram
undir það. Af einni hliðinni á honum er sem sneitt, þannig að
stallrinn (sem eg nefni hann) myndar þó meira enn hálfkringlu.
Hliðin, sem af er sneitt, snýr á móti dyrum, þó eigi alveg. þetta
er alt mjög reglulegt og svo tóttin öll. þessi tótt var í mínu ung-
dœmi nefnd hof eða hörgr. Eg var svo heppinn, að eg hugði ná-
kvæmlega að tótt þessari 1875; eg mældi hana nokkurn veginn og
tók af henni mynd. í>egar eg fór vestr í fyrra til rannsóknanna í
Breiðafjarðardölum, hugði eg gott til að geta rannsakað þessa tótt.
En hversu brá mér í brún, er eg sá, að búið var að byggja ofan
á hana lambhúshlöðu ? Eg mátti því láta mér nœgja það, að sjá
á röndina á henni, sem stóð út undan hlöðuveggnum.
Hvað á nú að ætla um þessar tóttir, sem nefndar eru hoftóttir,
og um þá tótt, er á Brúsastöðum stendr í svo nefndri Hofkinn ? Tóttin
í Fagradal var og kölluð hof eða hörgr, og sýnir það enn, að hofi
og hörg er blandað saman. Nú segir Melabók, bl. 335: „Kórr eða
goðastúka var hjá liverju hofi ; þar vóru í goðin“. Næst er það því
minni ætlun, að á þeim stöðum, þar sem auðsjáanlegt er, að hörg-
ar eru hús, þá muni þeir hafa verið goðahús með engum veizluskdla
við, og að leifar þeirra sé þessar kringlóttu tóttir, smb. lýsingina á
Kjalarneshofinu, sem var kringlótt fyrir endann og byggt upp af
sem húfa; smb. afhúsið í Ljárskógatóttinni, sem og er kringlótt, og
smb. ennfremr hoftótt, sem dr. Kálund getr um í bók sinni, 1. b.,
bl. 269, nálægt Seljalandi austr, er hann segir að og sé kringlótt
fyrir endann.
Eg skal að endingu tilfœra hér tvær vísur, sem hafa hörg í
kenningum, og sem eg hefi beðið dr. Jón þorkelsson að skýra, og
segja álit sitt um. J>annig eru hans skýringar :
„Að orðið hörgr merki eigi altari, gerði eða þaklausa tótt,
heldur hús eða bygging með rjáfri eða þaki yfir, sýnist mega ráða
af því, hvernig það er við haft í fornum í skáldskap í kenningum.
1. gunnhörgr.
Austrlöndom fórsk undir
allvaldr sás gaf skaldom
(Hann fekk gagn at gunni)
gunnhörga slög mörgom.
Heimskr. Ungers útg. 8928, Hákonar saga hins góða, 10. kap.;
Fríssbók ~]ox ; Fms. 1,30.
1) Eg er upp alinn í Fagradal, frá því eg var þrévetr til þess eg var
ellefu ára. Síðan var eg þar og heimagangr alt fram yfir tvítugt.