Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Blaðsíða 46
46
Að vísu er efasamt, hvernig þenna vísuhelming á að skilja;
enn það sýnist nokkurn veginn víst, að gunnhörgr sé hér skjald-
arkenning. Eg ætla, að vísuna megi taka þannig saman:
Alvaldr, sás gaf mörgom skaldom [gunnhörga slög1, [fórsk
Austrlöndom undir2. Hann fekk [gagn at gunni3.
i) gunnr, bardagi; hörgr, hús, hvelfing, hlíf, skjól; gunnhörgr,
hlíf í bardaga, skjöldr; slag, hogg, spilling, tjón, glötun; gunnhörga
slög, skjalda tjón, árásarvopn (sverð, oxar, spjót). — 2) farask e-u
undir — fœra e-t undir sik; fórsk Austrlöndom undir, fœrði (lagði)
Austrlönd undir sig; sbr. Snorra Edda 1,256,1: Hamri fórsk íhœgri
hand, hann fœrði (tók) hamarinn í hœgri hönd sér.—3) sigr í orrustu.
Ef gunnhörgr er borið saman við orðin gunnarrœfr, gunn-
rann, gunntjald, er öll tákna skjöldinn sem skýli eða hlíf í bardaga,
getr varla leikið efi á, að gunnhörgr merki skjöld og að hörgr tákni
hér hús, eins og rann í kenningunni gunnrann.
2. Brúna hörgr.
sás ,of austr
áðan hafði
brúna hörg
of borinn lengi.
kap.
Enn flæming
farra trjóno
jötuns eykr
á Agli rauð,
Heimskr. 25, Ynglinga saga, 30.
Hér á að taka saman:
Enn jötuns eykr (uxi, þjórr), sás áðan hafði lengi of borinn
brúna hörg (höfuð) of austr, rauð farra trjóno flæming (þjórs höfuðs
sverð=horn) á Agli. Sbr. Konráð Gíslason: Nogle Bemærkninger
angáende Ynglingatal í Aarboger for nordisk Oldkyndighed 1881,
229.—32. bls. í Jómsvíkingadrápu, 27. vísu, er höfuð kallað brúna
borg. Mun borg þar eigi merkja klett, heldr virki eða kastala, og
kemr þar einnig fram hugmyndin um hús eða bygging. Á sama
hátt er, að minni ætlun, hörgr í kenningunni brúna hörgr eigi klettr,
steinn, altari eða þaklaus tótt, heldr þakin bygging, og er þá haus-
kúpan borin saman við bygging með rjáfri eða hvelfing yfir“.
Ef eg lifi framvegis, hefi eg í hyggju, að tala meira um þetta
efni í 3. Árbók Fornleifafélagsins, enn að þessu sinni leyfir rúmið
ekki meira.