Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Síða 51

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Síða 51
5i * enn hætt við, sem áðr er sagt, Suðr frá hestbeinum þeim, sem þar vóru áðr fundin, kom eg ofan á ýmsa hluti, suma af málmi. i. Skjaldarbóla úr járni, að mestu heil, eins og hún lá í moldinni, enn datt mjög í sundr, er upp var tekin. Við eitt brotið var fastr stór ryðklumpr, sem og var trékynjaðr, enn var orðinn að ryði. 2. Nokkurir partar af járni, sem litu helzt út fyrir, af því sem séð varð, að vera af stinghníf eða brynjuhníf, þar var og nokkuð af tré. 3. Hringja úr ljósleitu bronsi með þorni úr sama efni; hún er al- veg óskemd og er 1 þ., 2 lín. í þvermál. Hringjan er að lögun og gerð alveg óþekkjanleg frá koparhringjum, þeim sem nú á dög- um eru tíðar; hún er öll slétt með engu verki á, slitin innan auð- sjáanlega af ól, þeirri er spent hefir verið í hana, og slitin lægð ofan í þornið eftir ólina. Ólin er í hringjunni, enn orðin ummynduð í ryðklump, þviað hún hefir legið við járn. Líkast er, að hringja þessi sé af sverðsfetlinum, og hœfir það því, að hún er slitin mjög; stœrðin svarar og til þess. 4. Leifar af annari hringju minni. Hún er úr járni og því að mestu eydd af ryði, enn bronsplata er eftir, sem lögð hefir verið utan um leðrið, sem saumað var í hringjuna, og svo neglt með hnoðnöglum, enn skorið úr plötunni fyrir þorn- ið. Vottr af leðrinu sést á milli. 5. 2 naglar af tré og ein flís af hörðu tré, líkust því sem hún væri af enda á spjótskafti, sem tálg- að er frammjótt og rekið inn í falinn ; margt er slíkt til hér á safninu. 6. þ>rír beinapartar, sem eg hygg að sé úr hendi. í moldinni sást fyrir beinalaginu af manni, enn öll voru þau bein svo fúin, að ekkert þeirra gat haldið sér, nema 2 köst, sem munu vera af lærleggjunum, og auk þess eitt bein hálf-hringmyndað með typpi út úr. f*etta bein mun vera úr höfðinu, úr efra gómnum, enda lá það á þeim stað, er höfuðið hefir verið. Maðrinn hefir snúið í norðr og suðr í haugnum, höfuð í suðr; hestrinn hefir verið hringaðr við fœtrna á manninum, þannig að makkinn var næstr fótum hans. f>að var og enn fremr auðséð, að skjöldrinn hefir verið lagðr ofan yfir andlitið á manninum, þvíað höfuðbein þetta, sem áðr er hér um getið, lá undir skjaldarbólunni. Eg Iét grafa haug þenna í kring 17 fet að þvermáli, og alt niðr í berg og möl, 2lj2 alin þar sem dýpst var. f>egar lokið var þessum haug, var komið kveld. þriSjudaginn 17. ág. lét eg grafa i fjórða og síðasta hauginn- í honum fundust leifar af mannsbeinum, nokkuð af lærlegg og 4 eða 5 smærri bein, auðsjáanlega leggjabein, svo og dálítið meira af smábeinum. Nokkuru austar í haugnum fann eg leifar af hest- beinum, herðarblað nær því heilt og part af öðru, svo og fleira af smábeinum og þrjá litla ryðbúta. 1 haug þessum var svo gersam- lega fúið, að ekkert verðr nákvæmara um hann ákveðið, enn þó virðist mér ljóst, að maðrinn hefir snúið austr og vestr, þvíað hest-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.