Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Síða 53

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Síða 53
53 sögu íslands, i. b. bl. 291, að þessir fjórir menn, sem hér eru heygðir, létust á tímabilinu hér um bil 915 til 932. Hallsteinn hefir þá andazt nær 915. Sagan segir ‘í elli sinni’ bls. 123. Atli og Olver synir hans skiftu þá arfi. Olver andaðist ungr, enn á hvaða ári, verðr ekki séð. Atli tók þá arf eptir hann, og bjó í Traðarholti; hann dó af sárum hér um bil 926. þórðr dofni, sonr hans, var þá 9 vetra, enn 15 vetra var hann, er hann hefndi föður síns, umg32. Eg skal og geta þess, að 1866 fanst og við Haugavað fornt spjót eða leifar af því. Spjótið fann Guðný Jónsdóttir, kona Guð- mundar bónda Ófeigssonar, sem bjó þá i Hraukshlöðu, sem er hjá- leiga frá Traðarholti; sjá Skýrslu forngripasafnsins í Reykjavík 1863—1866, nr. 121. Spjót þetta var sent safninu, og liggr hjá Fundinum við Haugavað. í skýrslunni segir, að „gatan hafi sökum bleytu verjð fœrð upp í einn hólinn (þ. e. hauginn). Höfðu hesta- fœtr troðið þar upp jörðina, unz sást á spjótið: oddinn í öðrum bakkanum, enn falinn í hinum“. Nú verðr ekki af þessu séð, við hvern af haugunum spjótið á að hafa fundizt, enn það vildi eg þó vita, þvíað auðsætt var, að það myndi þá vera komið út úr þeim sama haug. Enginn gat sagt mér þetta þar eystra með vissu, þvíað bæði var Guðný í Hraukshlöðu þá dáin, og alt það fólk það- an burtu; enn í vor hitti eg hér í Reykjavík Eirík, son þeirra Guð- mundar og Guðnýjar. Hann er upp alinn í Hraukshlöðu. Sagði hann mér nú nákvæmlega, hvar móðir sín hefði fundið spjótið, og að það hefði ekki verið nálægt neinum af haugunum eða utan í nokkrum hól. Eg sýndi Eiríki uppdráttinn af Haugavaði, sem hann vel skildi, og sagðist jafnvel geta þekt þúfuna, þar sem spjótið fanst. Setti eg því merki á uppdráttinn, eftir því sem hann sagði til, að honum áhorfanda. Hann sagðist glogt muna, að spjótið sneri í útnorðr og landsuðr; oddr í landsuðr, er það fanst. það var ekki á aðalveginum, heldr svo sem tvo faðma frá honum fyrir norðan hann. Spjótið lá yfir mjóvan götuslóða, og var þannig troðin sundr miðjan. Spjótið fanst litlu sunnar, enn í beina stefnu milli austasta haugsins og Hrafnshaugs, þó nær hinum fyrnefnda. Eftir þessari lýsingu hefir spjótið ekki getað verið úr neinum af haug- unum, enda er það ekki líklegt, þvíað alt, sem þar fanst, lá þétt saman sem næst miðju hauganna. Spjótið hefir því annaðhvort týnzt, þá er menn þessir vóru heygðir, eða þá þetta kynni að vera spjót Hrafns þ>orviðarsonar, sem sagan talar um, sjá bl. 47 hér að framan, og hafi hann því skotið því frá sér, um leið og Atli lagði hann í gegn, og spjótið þá farið af skaftinu og þannig týnzt? enn þetta getr þó ekki orðið nema getgáta, þar sem sagan ekki nefnir það. Gullrekið hefir spjót þetta getað verið. þar um verðr ekki sagt, þvíað falinn vantar að mestu, enda mjög ryðbrunnið það sem eftir er. Enn það á vel við, að Hrafn hafi einmitt fallið á þessum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.