Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Page 56
56
er ólíklegt, að hér kynni að vera dys Önundar, og hann fluttr heim
úr Orrustudal, sem er mjög skamt. Eg tók mynd af mannvirki
þessu. í múlanum austr frá Súluholti í Flóa fann eg á heimleiðinni
fjögur slík mannvirki, sem mjög eru lík þessum í Önundarholti. þau
eru og kölluð dysjar, enn ekki gat eg rannsakað neitt þeirra, því-
að eg hafði engin graftól, enda er hvergi í sögum vorum getið um
þetta; fór eg svo út að Gaulveijabœ, og þaðan út að Ásgautsstöð-
um um kveldið.
Föstudaginn, 20. dgúst, fór eg aftr austr að Haugavaði og lauk
við þær myndir er eg hafði gert, og athugaði það, sem mér þótti
þurfa, og bjó um þá hluti, er eg hafði fundið þar, tók það alt
með mér; skildi síðan við þenna stað, og fór út á Eyrarbakka um
kveldið.
Laugardaginn, 21. ágúst, gerði eg dagbók mína fyrra hluta
dags, fór síðan upp að Olfusá til að skoða svo kallaðan Skiphól,
sem miklar sögur fóru af. Hann er austr frá Kallaðarnesi skamt
frá ánni. Annar hóll er þar líka skamt austr- frá, sem heitir Hesta-
þingshóll. í Skiphól hugðu menn vera fólgið skip ; inn í aðra hlið
hans hafði verið grafið einhvern tíma fyrir löngu, enn ekkertfanst,
enn sáust hvers kyns ofsjónir, eins og vant er að vera. Hóllþessi
er nær 20 faðma langr í rótunum, enn mjór, lítt bogadreginn ; á
honum eru tvær þúfur. Hóllinn er myndaðr af náttúrunni, margir
slíkir hólar eru til, sem nefndir eru Skiphólar. Sama er að segja
um Hestaþingshól, hann er og af náttúrunni myndaðr, hann er hár
og toppmyndaðr, ofan á honum kynni þó jafn vel að sýnast sem
væri eitthvert mannaverk, þar sem hann er að blása upp ; í nánd
við hólinn á að hafa fundizt koparhringr, sem hafðr var í kirkju-
hurðinni í Kallaðarnesi, enn ekki er hann nú til; sem nærri má geta,
sýndist mér ekkert af þessu rannsóknar vert. Síðan fór eg ofan á
Eyrarbakka.
Sunnudaginn, 22. ágúst, var eg þar kyrr, og gerði við dagbók
mína sem eftir var.
Mánudaginn, 23. ágúst, fór eg af stað suðr, og kom hingað í
Reykjavík kl. 10 um kveldið.
niðri á engjum; fór eg þangað og beiddi hann að vísa mér á þessa Onundar-
dys, sem hann og gerði, og að ljá mér graftól og lofa mér að rannsaka dys-
ina. Undir þetta tók hann nokkuð dræmt, en fór þó heim að sœkja tólin ;
var nokkuð lengi inni; kom aftr verkfœralaus, og húsfreyja með honum;
eg heilsaði henni vel, enn hún spurði, hvað eg væri hér að gera ? eg sagði
henni það; þá fyrirbauð hún mér með mörgum orðum að snerta þar á nokkuru
og ef eg gerði það, kvaðst hún mundu ganga burt af bœnum, »og það strax í
kveld«; bóndi var ekki skörungr, og lét ekki til sín taka um málið; sá eg þá,
að hér var ekkert við að gera, enn ekki mun húsfreyja hafa gert þetta af
neinu illu, heldr af því, að hún hugði ilt mundu af því standa, ef Onundr
gamli væri grafinn upp; sýnir þetta eftirleifarnar af hjátrúnni enn.