Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Page 63

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Page 63
63 sem Landn. talar um. Engir steinar eru þar aðrir til á því svæði, sem þannig gæti heitið. Landn. segir bls. 122: „Geirmundr hélt inn at Meðalfellsströnd ok nam land frá Fábeinsá til Klofasteincr, hann lagði 1 Greirntundaryág, en var enn fyrsta vetr í Búðardal“; annað handrit hefir neðanmáls: „land milli Búðardalsár og Fá- beinsár". þetta er nú nokkuð hið sama, því að frá Klofasteinum og út að Búðardalsá er stuttr spotti, enn þar sem Geirmundr var hinn fyrsta vetr í Búðardal, er auðsætt, að hann hefir átt land fyrir innan Búðardalsá til klofasteina. Fábeinsá heitir enn langt fyrir utan Klofning, og rennr hún f Kvennahólsvog, sem gengr upp fyrir norðan Dagverðarness land. Landn. segir bls. 125, að þeir Geirmundr og Kjallakr hafi deilt um land það, sem er mill- um Klofninga og Fábeinsár. „þar vildu hvárirtveggju sá; börðust þeir á ekrunum fyrir utan Klofninga; þar veitti Geirmundi betr“. þetta er mikið land, standa þar á þrír bœir; sléttu grundirnar fyrir utan Klofninginn eru enn kallaðar Ekrur. þar er vel til fallið að hafa sáðland, það er í skjóli fyrir norðanátt, og hallar á móti útsuðri. Enginn veit nú með vissu, hvar Geirmundarvogr hefir verið; enn vera má, að hann hafi verið þar sem nú eru kallaðir Vogar, og skerast inn í Skarðs land fyrir utan Stöðina, sem kölluð er; þar er skipsuppsátr frá Skarði. Eg var í Fagradal um nóttina. Fimtudaginn, 9. júní, ætlaði eg að fara að rannsaka hoftóttina kringlóttu, er eg vissi þar af; enn þá hafði verið bygð ofan á hana Lambúshlaða, sjá hér að fram- an bl. 44—45. Eg fór þá fram á Steinólfshjalla; þar ernústekkr- inn frá Fagradal. Steinólfshjalli er víðr og hár hóll eða hæð, sem er kippkorn fram frá brekkunni, sem er fyrir ofan túnið í Fagra- dal. Landn. segir bl. 126: „Steinólfr enn lági son Hrólfs hersis af Ögðum nam land inn frá Klofasteinum til Grjótyallarinúla ok bjó í Fagradal á Steinólfshjalla“, eins segir Gullþórissaga, Leipzig 1858, bls. 43. Eg þarf ekki að tala hér meira um landnám Stein- ólfs, þvíað eg hefi sýnt fram á, hvað langt hann nam land inn eftir. Safn til sögu íslands, II. 575—576, neðanmáls. Á Steinólfs- hjalla er víðsýni mikið og falleg útsjón; þar sést fyrir ákaflega þykkri og fornri girðingu, sem er hér um bil þrjár dagsláttur á stœrð. þetta líkist jafnvel meira virki, en er of lítið tún á stórum bústað. Undir stekknum sýnast að hafa verið fornar tóttir, þviað þar er töluverð upphækkun undir. Síðan fékk eg mér tvo menn og fór ofan á eyrina við Fagradalsárós, þvíað eg vissi þar af forn- um dysjum, þar sem þeir börðust Steinólfr hinn lági og þorvaldr krókr. Landn. segir bl. 128: „þeir börðust við Fagradalsárós á eyrinni; þá kvomu menn til frá húsi at hjálpa Steinólfi; þar féll þórarinn krókr, ok þeir .iiij., en .vij. menn af Steinólfi; þar eru kuml þeirra. Gullþóris saga segir nákvæmlega frá þessum fundi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.