Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Blaðsíða 63
63
sem Landn. talar um. Engir steinar eru þar aðrir til á því svæði,
sem þannig gæti heitið. Landn. segir bls. 122: „Geirmundr hélt
inn at Meðalfellsströnd ok nam land frá Fábeinsá til Klofasteincr,
hann lagði 1 Greirntundaryág, en var enn fyrsta vetr í Búðardal“;
annað handrit hefir neðanmáls: „land milli Búðardalsár og Fá-
beinsár". þetta er nú nokkuð hið sama, því að frá Klofasteinum
og út að Búðardalsá er stuttr spotti, enn þar sem Geirmundr var
hinn fyrsta vetr í Búðardal, er auðsætt, að hann hefir átt land
fyrir innan Búðardalsá til klofasteina. Fábeinsá heitir enn langt
fyrir utan Klofning, og rennr hún f Kvennahólsvog, sem gengr
upp fyrir norðan Dagverðarness land. Landn. segir bls. 125, að
þeir Geirmundr og Kjallakr hafi deilt um land það, sem er mill-
um Klofninga og Fábeinsár. „þar vildu hvárirtveggju sá; börðust
þeir á ekrunum fyrir utan Klofninga; þar veitti Geirmundi betr“.
þetta er mikið land, standa þar á þrír bœir; sléttu grundirnar
fyrir utan Klofninginn eru enn kallaðar Ekrur. þar er vel til
fallið að hafa sáðland, það er í skjóli fyrir norðanátt, og hallar á
móti útsuðri. Enginn veit nú með vissu, hvar Geirmundarvogr
hefir verið; enn vera má, að hann hafi verið þar sem nú eru
kallaðir Vogar, og skerast inn í Skarðs land fyrir utan Stöðina,
sem kölluð er; þar er skipsuppsátr frá Skarði.
Eg var í Fagradal um nóttina. Fimtudaginn, 9. júní, ætlaði
eg að fara að rannsaka hoftóttina kringlóttu, er eg vissi þar af;
enn þá hafði verið bygð ofan á hana Lambúshlaða, sjá hér að fram-
an bl. 44—45. Eg fór þá fram á Steinólfshjalla; þar ernústekkr-
inn frá Fagradal. Steinólfshjalli er víðr og hár hóll eða hæð, sem
er kippkorn fram frá brekkunni, sem er fyrir ofan túnið í Fagra-
dal. Landn. segir bl. 126: „Steinólfr enn lági son Hrólfs hersis
af Ögðum nam land inn frá Klofasteinum til Grjótyallarinúla ok
bjó í Fagradal á Steinólfshjalla“, eins segir Gullþórissaga, Leipzig
1858, bls. 43. Eg þarf ekki að tala hér meira um landnám Stein-
ólfs, þvíað eg hefi sýnt fram á, hvað langt hann nam land inn
eftir. Safn til sögu íslands, II. 575—576, neðanmáls. Á Steinólfs-
hjalla er víðsýni mikið og falleg útsjón; þar sést fyrir ákaflega
þykkri og fornri girðingu, sem er hér um bil þrjár dagsláttur á
stœrð. þetta líkist jafnvel meira virki, en er of lítið tún á stórum
bústað. Undir stekknum sýnast að hafa verið fornar tóttir, þviað
þar er töluverð upphækkun undir. Síðan fékk eg mér tvo menn
og fór ofan á eyrina við Fagradalsárós, þvíað eg vissi þar af forn-
um dysjum, þar sem þeir börðust Steinólfr hinn lági og þorvaldr
krókr. Landn. segir bl. 128: „þeir börðust við Fagradalsárós á
eyrinni; þá kvomu menn til frá húsi at hjálpa Steinólfi; þar féll
þórarinn krókr, ok þeir .iiij., en .vij. menn af Steinólfi; þar eru
kuml þeirra. Gullþóris saga segir nákvæmlega frá þessum fundi