Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Qupperneq 75

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Qupperneq 75
75 laugar. Hann kallar, at þeir Sturla skyldi aptr hverfa; enn annat skeið æpti hann á nautin til ólíkinda“. Hefði nú þessir hólar þá heitið Krosshólar, þá myndi þeir hafa verið nefndir svo hér, þvíað Krosshólar hafa ávalt haldið nafni sínu, þar sem þeir eru nefndir. Ásgarðshólar, sem Eyrbyggja saga nefnir, bls. 123, held eg sé hið sama og bœrinn Hólar, sem áðr er nefndr; þeir standa rétt á móti Ásgarði hinum megin við ána undir fjallinu. Af eyði- jörðum nálægt Ásgarði, og sem fylgja þeirri jörð, er engin nefnd Ásgarðshólar, sjá Johnsens Jarðatal, bls. 167. Eg hefi þá sýnt fram á, hvernig eg held réttast að skilja þenna stað í Sturlunga sögu, og að Krosshólar eru enn í dag hinir réttu. Krosshólum hefi eg lýst hér að framan í Árbókinni bls. 43— 44. þ>enna dag hafði eg þá athugað marga merka sögustaði; kom eg ofan að Hvammi seint um kveldið, og var þar um nóttina. Laugardaginn, 11. ýúní, hugði eg að ýmsu í Hvammi, leitaði þar að hoftótt, enn fann enga. þessi tótt í túninu á Skerðings- stöðum er varla annað enn gamall stekkr frá Hvammi, áðr enn Skerðingsstaðir vóru bygðir1. þegar eg athugaði hana betr, sá eg, að hún hafði engin hoftótta einkenni. Fyrir ofan bœinn í Hvammi í túninu er nokkur upphækkun, sem nú er kallað virki eða virkis- bali; enn ólíklegt þykir mér, að þetta sé leifar af virkinu, sem Sturla lét gera „um húsin í Hvammi“ Sturl. III. 20. 1. b. Ó23. J>ar til sýnist þetta vera of lítið. Niðri í túninu er hringmynduð girðing aflöng; hún er sem upphækkun, nokkuð óglögg í laginu, og er kölluð lögrétta; önnur lík girðing er sýnd í túninu í Asgarði, og víðar hefi eg heyrt lögréttu nefnda í túni á bœjum ; eg held þetta hafi enga fornfrœðislega þýðing. í Hvammi fékk eg nokk- ura gamla hluti og teiknaði hjá mér það, sem þar var gamalt í kirkjunni. Eg gerði dagbók mína fyrra hluta dags, síðan fór eg yfir að Akri. Hoftótt sú, sem mér var sýnd þar, og eg hafði áðr heyrt talað um, er ekki annað en eitthvert gamalt gerði, eftir því sem það lítr nú út. J>að er um 13 faðma á lengd, enn 12 faðma á breidd, snýr upp og ofan, og er í svo miklum halla, að varla hefði nokkurt hús, sem var mjög langt, getað staðið þar upp og ofan; annað gat eg ekki séð þar. f>ar á móti var mér sagt, að þar hefði verið til önnur tótt nær kringlótt, enn annað hús hafði verið bygt ofan á. Eg get því. ekki skilið, hvaða hoftótt er verið að lýsa í Antikvarisk Indberetning, sem á að vera 24 álnir á lengd, enn 19 ál. breið, nema það kunni að vera þessi kringlótta? Sjá Kálund I 485. Síðan fór eg ofan að fjarðarbotninum, til að gæta þar að ýmsu. Um bústað Auðar djúpúðgu segir í Laxdœla sögu þannig, bls. 10: „síðan hélt Unnr skipi sínu í fjarðarbotninn; vóru þar reknar á land öndvegissúlur hennar. þótti henni þá auðvitat, 1) Eftir því sem síra þorleifr sagði mér.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.