Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Síða 76

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Síða 76
76 hvar hún skyldi bústað taka. Hún lætr bœ reisa þar er síðan heitir í Hvammi ok bjó þar“. Landnámab., bls, 111 : „hún (Auðr) bjó í livammi við Örriðaárós; þarheita Auðartoptir“. Fornm. s. I247: Auðr bjó í Hvammi til elli, þar heita nú Auðartoptir við Avrriða- árósíl. Hvammr stendr nokkuð langt upp frá fjarðarbotninum, að austanverðu í dalnum undirijallinu. Hvammsáhefir þáheitið Aurriðaá, og ósinn á henni Aurriðaárós. Laxdœla saga segir einungis, að Auðr hafi búið í Hvammi —og það segja hinar lika—, enn nefnir ekki annað; enn hinar sögurnar tala þar að auki um Auðartóttir við Aurriðaárós. (þetta mun eiga svo að skiljast, að Auðr hafi fyrst verið við Aurriðaárós, t. d. meðan hún var að nema land, og að velja sér hentugan stað til að búa á, og þá meðan hún var að byggja bœinn í Hvammi. Og meiningin mun vera sú: að þar við Aurriðaárós heiti nú Auðartóttir, þar sem Auðr bjó fyrst. Austan til við árósinn, skamt upp frá sjónum, fyrir neðan svo kallaða Breiðamýri, eru nú upphækkaðar móarústir, dregið í þýfi. þar hafa Auðartóttir verið; kemr það og vel heim, enn ekki sést þar nú fyrir neinni tóttamyndun. Nær sjónum er tótt, sem líkist nausti; hún er kölluð Auðarnaust, enn ekki eru tiltök, að hún sé svo gömul, eftir því sem hún nú lítr út. Um legstað Auðar segir Laxdœla saga, bls. i610: „Ok enn síðasta dag boðsins var Unnr flutt til haugsþess, er henni var búinn; hún var lögð í skip í hauginum, ok mikit fé var í haug lagthjá henni“. Landn.b., bls. 117: „fá nótt eptir and- aðist hún (Auðr) ok var grafinn í flæðarmáli, sem hún hafði fyrir sagt (eitt handrit neðanmáls bœtir við: þar heitir Auðarsteinn), þvíat hún vildi eigi liggja í úvígðri moldu“. Fornm.s. I 248: „Auðr var grafin í sand, þar er flæðr gekk yfir, sem hún hafði áðr sjálf fyrir sagt, þvíat hún vildi eigi liggja í úvígðri moldu, er hún var skírð“. Hér er eins og fyrri, að Laxd. saga talar einungis um, hvernig Auðr var hauglögð, enn nefnir ekkert, hvar það var. Fram á Leirunum, skamt fyrir utan árósinn, var steinn, sem kall- aðr var Auðarsteinn; hann fór í kaf um smástraumsflœði; stein þenna hefi eg oft séð tilsýndar, enn aldrei komið að honum. Kunn- ugr maðr, sem oft hefir komið fram að steininum, hefir þannig lýst honum fyrir mér: Hann snýr frá austri til vestrs, og er leiðismynd- aðr, hærri í annan enda, fram undir þrjár álnir á lengd, hér um bil álnar hár; undir honum virtist vera smágrjót. Hann er ólíkr öllum steinum, sem eru þar hingað og þangað um Leirana, sem bæði eru miklu minni, og allir brimbarið grjót. Með því að Landn.b. nefnir þenna stein, var mér forvitni á að vita, hvort nokkur kennimerki sæist, að Auðr hefði verið hér heygð; enn þegar til kom, var steinninn horfinn úr þeim stað, er hann hafði áðr verið, eptir þvf sem eg gat munað. Eg sá þar engan slíkan stein, nema annan miklu minni, sem var þar á Leirunum langtum vestar eða nær Akri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.