Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Síða 79

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Síða 79
79 ef gengit var um brúna svá hristust hringarnir. Hafði f>orsteinn mikinn starfa fyrir þessari smíð, þvíat hann var járngjörðarmaðr mikill. Grettir var atgangsmikill at drepa járnit, en nennti mis- jafnt“. Kirkjan hefir staðið á sléttri fiöt fyrir austan bœinn, þó nokkuð hærra; tóttin sést glögt og garðrinn í kring; er þó orðið mjög niðr sigið; tóttin er 31 fet á lengd, enn 21 fet á breidd. Kirkjugarðrinn hefir litla meðalstœrð. "það er víst, að þetta er Kirkjutótt, þvíað Guðmundr hefir grafið þar niðr, og fann undir eins mannabein og hauskúpu. það er vanalegt, að kirkjur vóru bygðar þar sem höfuðhofin vóru. þ>essi kirkja og sú, sem Snorri goði lét gera í Sælingsdalstungu, eru þær fyrstu, sem nefndar eru í Breiðafjarðardölum, enn ekki verðr séð með vissu, hvor fyrri hefir gerð verið ; það er að ráða af orðum sögunnar, að þorsteinn Kugga- son hafi látið gera kirkjuna, áðr enn Grettir var í Ljárskógum („hafði látit gjöra“). Fyrir brúnni sést vottr. Hefir hún legið frá skála- horninu og út að kirkjugarðshliðinu; þar sjást smáþúfur í röð eftir flötinni, og sums staðar lægð eða smárák ofan í. f>etta getr varla annað verið enn eftirleifar af brúnni. Sumir hafa ekki getað skilið, að þörf hafi verið að leggja brú eftir sléttum velli, og hafa því haldið, að brúin muni hafa verið annars staðar; enn það getr ekki átt sér stað; að hafa brú eða stétt út að kirkjunni, var nauðsynlegt; það mun enn víðast vera siðr; enn það er auðvitað, að slík viðhafnar- brú hefir mest verið gerð til prýðis; brúin mun mestmegnis hafa verið gerð úr tré, annaðhvort með lágum stoðum undir, eða þá hlaðnir stöplar, og trén lögð þar á milli. í Ljárskógum sjást og miklar leifar af rauðablástri. Skemmuhóllinn sunnan til við bœinn er fullr af gjalli og viðarkolaösku; eitt gjallstykki var þar alt að */2 al. í þvermál, sem Guðmundr hefir fundið; í tröðunum niðr und- an skemmuhólnum fann hann og stórt járnstykki, sem hafði verið nær kringlótt að lögun, eins og bráðið gjall, enn þegar hann hugði betr að, sást, að meitlað hafði verið úr röndinni á því, og sáust eftir meitilsförin. 5>að, sem af hafði verið meitlað, virtist hafa verið 2—3 þuml. á breidd, enn miklu lengra; þetta járnstykki var því miðr týnt; víða í túninu hafði hann og fundið gjall og viðarkola- ösku, og þar að auki á þremr stöðum utan túns, langt frá bœnum, og fjórða staðinn hefir hann fundíð síðar, langt fram í skógi, eftir því sem hann skrifaði mér. Alt þetta er ljós vottr þess, að í Ljárskóg- um hefir mikil járngerð farið fram í gamla daga. Skógar hafa og verið þar miklir, þviað víða er þar smáskógr enn. í Ljárskógum hafa og lengi staðið leifar af gömlum skála frammi í bœnum, öðrum megin við bœjardyrnar; sneri hliðin fram að hlaðinu; það sem eftir stóð síðast af skálanum, er nú nýrifið. þ>egar eg kom að Ljárskógum 1864, vóru til af gömlum við- um í því, er þá stóð, 5 bitar ; þeir vóru úr dökkrauðum, beinhörð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.