Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Qupperneq 81

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Qupperneq 81
8i er Drafnarnes heitir; þar er garðr hjá og heitir Haugsgarðr“. Eg hafði ekki getað spurt upp, hvar þetta Drafnarnes var, þvíað eg hafði aldrei komið svo langt fram í Laxárdal áðr; þó hafði einn maðr sagt mér, að hann hefði heyrt það nefnt, enn um hauginn vissi enginn áðr; nes þetta er nú kallað Lambastaðanes og er að norðanverðu við Laxá, fyrir framan Goddastaði, hér um bil miðja vega milli þeirra og Lambastaða. Nes þetta er nokkuð stórt um sig og myndast þannig, að Laxá rennr þar í miklum bug fyrir sunnan það. Fyrir ofan gengr löng brekka grasi vaxin, sem heitir Goddabrekka. þar niðr undan rétt í miðju nesinu er haugr þórðar godda. Er hann glöggr og auðþektr eftir orðum sögunnar. Utan um hann hefir verið hlaðinn kringlóttr garðr (haugsgarðr), sem er 50 fet í þvermál. Hann er sums staðar enn 2 fet á hæð eða meira, og vantar hvergi í hann; innan í miðjum garðinum stendr haugrinn. Hann er orðinn mjög blásinn að utan og þannig orðinn aflangr, og blásin vik inn í hann; haugrinn snýr frá norðri til suðrs, enn hallar þó heldr til vestrs og austrs. Hann er á lengd 17V2 fet, enn á breidd 9—10 fet, á hæð 3—3V2 fet. í kringum garðinn eru grasi vaxnir móar, enn að inn- an orðið meira blásið, og í kringum hauginn hálfgert flag. Hann hefir líklega upprunalega verið kringlóttr. Eg tók mynd af haug- inum og garðinum í kring, eins og það nú lítr út; sjá hér að aftan við Árbókina. Síðan gerði eg tilraun að rannsaka hann, enn varð að hætta við fyrir klaka, þvíað eg sá, að það myndi ekki annað gera enn spilla þeim kennimerkjum, sem þar kynni að finnast. þ>etta er sá fyrsti haugr, sem eg hefi fundið hér með garði í kring, og annað er líka merkilegt, og það er, hvað garðrinn hefir haldizt vel við síðan á síðara hluta 10. aldar. Hann mun þó hlaðinn úr tómu torfi, því að engan stein fann eg i honum, að því er eg gat fundið með stálstaf mínum. þetta er meðal annars órækr vottr þess, að tóttir hér, þó þær sé frá 10. öld, geta enn í dag verið glöggvar, ef þær eru þar, sem mikill er jarðvegr og góð grasrót, sem hlífir, einkannlega sé þær í túni eða rœktaðri jörð, þar sem er harðvelli. Ekki þarf að efast um, að haugrinn í Drafnarnesi er fornmannahaugr, og getr hann þá einskis annars haugr verið, enn f>órðar godda, þvíað enginn getr heimtað meira enn að finna al- veg hin sömu kennimerki, sem sagan lýsir. f>að myndi sannast, ef haugr þessi yrði rannsakaðr af þeim, sem vit hefði á þeim kenni- merkjum, sem einkenna forna hauga, að þau myndi koma í ljós, jafnvel þó að mjög væri í honum fúið, sem líklegt er. Síðan fór eg ofan að Hjarðarholti; enn þá kemr þettaatriði í Laxdœla sögu um flutning Olafs pá frá Goddastöðum og ofan að Hjarðarholti. Mér var forvitni að sjá, hvað þessi vegr er langr. Eg hefi oft heyrt það gert að umtalsefni, hvort Ólafr pá hafi 6 a
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.