Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Síða 85

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Síða 85
85 þó mest vegna beitarinnar. J>ar að auki hafa skógarnir bœtt lofts- lagið. Eg skal nú nefna hér nokkur dœmi af peningsfjölda hér á landi á ýmsum tímum: óvíða er talað um tiltekna upphæð á sauð- fé í fornöld, enn Lnb. bls. 291—292 segir um þorstein rauðnef: „þ>orsteinn lét telja sauði sína ór rétt .xx. hundruð, en þá hljóp alla réttina þaðan af“. þ>etta á líklega svo að skilja, að hann taldi 20 hundruð, enn lét svo hlaupa út úr réttinni það sem þá var eftir, án þess að telja; líka segir, að því var sauðrinn svo margr, að hann sá á haustum, hverjir fegir vóru, og skar þá. f>orsteinn hefir verið fjárrœktarmaðr og sett á það vænsta. Hœnsa-þóriss., bls. 130, segir, þegar Blund-Ketill lét flytja heim varninginn austmannsins, að hann hafi haft 100 hrossa (þ. e. stórt hundrað hrossa fullorðinna), „ok þurfti einkis á bú at biðja“. Síðar þegar nýting hafði orðið ill á heyjum, og harðr vetr kom ofan á, lét hann reka heim 140 hross og drap þar af 40, en gaf landsetum sínum fóðrið. Báðum sögunum af Gísla Súrssyni og Hólaútg. lika ber saman um, að þrír tigir kúa hafi staðið hvorum megin í fjósinu á Sæbóli. þá vóru þó 2 bœir í Haulcadal, og lágu nær saman tún á Hóli og Sæbóli. Guð- mundr ríki hafði 100 hjóna og 100 kúa, og eru þó ótalin öll geld- neyti og ungviði. Ljósvetninga s., Kh. 1880, bls. 127. þann nafn- kenda fellivetr, sem kallaðr var sauðavetr, dó ioonauta fyrir Snorra Sturlusyni í Svignaskarði; hann hefir þá haft þar útibú (Sturl. VII 65, 1. b. 27530.) Má ætla, að það sem féll, hafi mest verið geld- neyti, þvíað lengst hafa menn haldið lífi í kúnum. það er merkr staðr i Sturl. VII 215, 2. b., bls. 91—92, um féð í Kirkjubœ : fyrst var skift af staðareign, og svo í helminga því, sem þá var eftir. Steinunn húsfreyja tók og til sín þar fyrir utan það fé, sem Og- mundr hafði gefið henni, enn það sem þá varð eftir, var rekið burt. „þrjá tigi kúa ok tólf kúgildi ungra geldneyta, fjóra arðr-eyxn, hundrað á-sauðar, fimmtigir geldinga, sjautigir vetrgamalla sauða, hross tuttugu, hálfr þriðe tögr svína, fimmtigir heimgása, tólf skild- ir, tólf spjót, sex stálhúfur, sex brynjur, ok tfu kistur, dúnklæði á hest“. Féránsdómr þessi mun hafa háðr verið samkvæmt lögum, sbr. Grágás, Kb. 51 .k. Gékk þá líka frá skuldafé og ómagafé og fl.; verðr þá ekki nærri helmingr, það sem upp er talið, og, ef til vilþ ekki mikið meira enn þriðjungrinn; þó er engan veginn gert neitt sérlegt orð á rikidœminu í Kirkjubœ. það er undrunarvert, hvað hér á landi var mikill nautpeningr á 15. öld. Guðmundr ríki Arason átti 6 höfuðból á vestrlandi, þegar eigur hans vóru gerðar upptœkar eftir norðrreið hans, er varð 1427, þá segir:1 J>essi var 1) Jón Pétrsson forseti í yfirdóminum hefir gert svo vel að gefa mér uppskrift af þessu úr gamalli bók, er hann á. Um norðrreið Guðmundar Arasonar er getið í Islenzkum Annálum. Hafniæ 1847, bls. 400.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.