Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Side 91
9i
þar tekið stóðhrossin þorleiks, þvíað húskarlinn segir við Rút, er
hann spurði, „hvar hrossin væri þá“. „f*au stóðu í engjum þínum
fyrir vestan garð“. f>að er sjálfsagt, að það getr verið rétt, sem
sagan segir, bls. 150: þar heitir Eldgrímsholt suðr frá Kambs-
nesi“. Enn nákvæmaxa hefði það verið, að segja það vestr frá
Rútsstöðum, enn þetta veldr engum verulegum misskilningi. það
segir og, þegar Rútr hafði drepið Eldgrím: „Síðan huldi Rútr
hræ hans“. Mér hafði verið sagt, að dys Eldgríms væri þar hjá
holtinu ; enn enginn á þorbergsstöðum vissi, hvar það var. þang-
að var komið nýtt fólk. Eg leitaði því að dysinni með holtinu, og
fann hana loksins í mýrarjaðrinum rétt við holtið, Rútsstaða meg-
in ; enn það er orðið mjög óglögt og ilt að þekkja. Var það lítil
ávöl grjóthrúga, nær niðrsokkin í mýrinni; ofan á sýndist mér sem
steinum hefði verið raðað ; enn grjótið orðið flísað sundr af elli,
smáhellur, sem sumar vóru á rönd. Eg gróf þetta upp ; enn þeg-
ár niðr dró, kom blaut leðja, þvíað þar er nokkuð votlent, og í
henni vóru glögg merki af fúnum líkama; sbr. hér að framan, við
Hauga/vað, og við Fagradalsárós, og hér að aftan Arnkelshaug.
þ>að mun því óhætt að fullyrða, að þetta er dys Eldgríms. f*að
kemr líka vel heim, að hann hafi fallið þeim megin við holtið, þar
sem hrossin vóru í engjunum fyrir neðan garð, sem fyrr segir,
þetta horfir og við frá Rútsstöðum. Eg vissi vel, að hér myndi
engir hlutir finnast, enn eg leitaði að dysinni, til þess að geta sann-
að söguna eins í þessu sem öðru.
PA kemr nú lítið eitt til Njálssögu. Dys þjóstólfs hefir verið
sýnd, eftir munnmælum, fyrir ofan garð á Rútsstöðum, þar sem
gatnamótin eru, í aflangri þúfu rétt við götuna; enn þar eru fleiri
líkir götubakkar. Eg gróf þar ofan í á tveim stöðum, hátt á aðra
alin niðr í fasta möl; enn fann ekkert. Eg gróf þar og ofan í
aðra þúfu þar nálægt, sem mér sýndist þá öllu líklegri til að myndi
vera dysin, enn þar gat eg ekki leitað fyrir klaka. Jpegar kanna
skal fornar dysjar, verðr alt að vera vel þítt, þvíað klakinn um-
myndar jafnvel litinn á moldinni, sem svo nákvæmlega verðr að hyggja
að. í fomum tóttum gerir það minna til, nema hvað erfiðið áhrœr-
ir. Dys þjóstólfs getr þó vel verið þar einhvers staðar, þvíað
þetta kemr vel heim við Njáls s.; það er hér um bil upp undan
fornu tóttunum; þjóstólfr féll fyrir norðan húsin og „Rútr lét fœra
fjóstólf braut ok hylja hræ hans“. Njáls s. Kh. 1875, bls. 72—74,
og er þá þessi staðr all-líklegr, og að meira hafi ekki verið haft
við hann enn dysja hann á þessu svæði.
Aðr enn eg skilst við Breiðafjarðardali, er nauðsynlegt að minnast
enn á eitt atriði í Njáls s., bls. 4—5. þegar Höskuldr ákveðr land
það, er Rútr skyldi hafa, er hann fastnaði sér Unni Marðardóttur,
þá segir Höskuldr: „hann skal hafa Kambsnes ok Hrútsstaði ok