Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Page 96
g6
breytt að því leyti; þar getr ekki komið mikill sjávargangr, sem
bæði er svo innfjarða, og þar að auki inn á löngum vog.
Síðan fór eg upp að Hofstöðum til að athuga þær leifar, sem
sagðar voru þar eftir af því merkilega hofi, sem Eyrbyggja s. lýsir
svo vel; enn hér er fljótt yfir sögu að fara ; þar er ekki mikið orð-
ið eftir af. Að landsunnanverðu við bœinn í túninu niðri á hávum
fjörubakka, er horn af girðingu, 77 fet á annan veg, líkt á hinn,
víddin að framan millum garðanna er 101 fet. Enn með því að
ýmsar sagnir hafa myndazt og mismunandi lýsingar hafa komið
fram um þessar hofleifar, þá tók eg mynd af því, sem þar er nú
að sjá, til að taka af tvímælin um, hvernig það liti út; sjá hér aft-
an við Árb. þ>etta er nú kallað hof, eða hofgarðr. Hið einasta,
sem þetta getr verið, sem nú sést eftir, er, að það sé leifar af
garði kring um hofið, enn hofið sjálft sé brotið af; innan i þessu
girðingarhorni sést ekkert nema lágar smáþúfur. þ>að er ekkert
á móti þvi, að hofið hafi staðið hér; miklu heldr er það líklegt,
þar sem nafnið helzt enn. Garðshorn þetta myndar reyndar ekki
fullkomlega rétt horn (vinkil), enn annar garðrinn hefir t. d. getað
fallið inn, og það þannig aflagazt. þessi hávi bakki að framan er
allt af að smáhrynja og eyðast, ekki af sjávargangi, þviað þar
kemst ekkert brimrót að, heldr blæs hann og hrynr, afþvíaðhann
er snarbrattr, eins og hver annar moldarbakki1.
þ>á var kominn dagr að kveldi; fór eg aftr ofan í Stykkis-
hólm, og var þar um nóttina.
Fimtudaginn, 23. júní, fór eg aftr af stað úr Stykkishólmi og
upp í Alftafjörð, og hinir sömu með mér, þvíað eg vildi komaþar
á helztu staði með kunnugum mönnum; eg hafði líka hug á að
kanna Arnkelsliaug, og fékk eg til þess tvo menn í Hrisum. Á
millum Vaðilshöfða og Ulfarsfells gengr slétta mikil, alt upp frá
sjónum og langt upp eptir. Hér hefir Bólstaðr staðið skamt frá
sjó, nær inn við Vaðilshöfða, eins og sagan segir, bls. 13. Bólstaðr
hefir aldrei verið bygðr, síðan Arnkell bjó þar, enda eru þar öll
kennimerki orðin mjög fornleg; og tóttirnar mjög niðr sokknar,
Eyrb. s. bls. 114: „var þá ok Bólstaðr auðr, þvíat þórólfr tók þeg-
ar aptr at ganga er Arnkell var látinn, ok deyddi bæði menn ok
1) það verðr ekki vel séð, hvort það er þessi girðing, sem Gísli prestr
Ólafsson talar um 7. ágúst 1817, og heldr, að hafi verið dómhringr; enn
Bogi kaupmaðr Benidiktsson segir 2. janúar 1818, að menn haldi fremr,
að þetta sé leifar af hofinu, heldr enn hinn elzti dómhringr, sem hann heldr
muni vera með öllu horfinn. Henderson segir, að staðrinn, sem hofið stóð
á, sé enn sýndr hjá Hofstöðum, á vestri hlið nessins, Iceland (1814—15) II
67. Edinburgh 1818, sjá Grönlands Historiske Mindesmærker, Kh. 1838, I
578—579, sbr. Kálund I 437, neðanmáls 2. Að ímynda sér, aðnokkur dóm-
hringr hafi verið á Hofstöðum, verðr maðr að álíta sem aðra vitleysu;
þar um þarf ekki fleiri orð.