Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Side 105

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Side 105
i°5 í Grönlands hist. M. I 520—525, o. s. frv. er mikið talað um J>órsnesþingf, og einkannlega um þ>órssteininn og hringinn, sem þar er látinn vera úr grjóti (Stenkreds), enn hvorki Lnb. né Eyrb.s. nefna, úr hverju hann var. þ>að er ekki hœgt að skilja, hvernig þessi kennimerki eru nú með öllu horfin síðan á árunum rétt fyrir 1820, er þetta átti að sjást, þar sem þau höfðu þó átt að geymast frá fornöld til þess tíma. Mér liggr því við að halda, að ímyndun- in hafi haft hér hönd i bagga með. J>ar að auki ber lýsingunum ekki saman; sumir hafa engan hring séð, en tilraunin er samt góð að vilja rannsaka þetta. Hvað sem nú Lnb. og Eyrb.s. meina með þenna stað, þá þori eg að fullyrða, að hér hafa dómarnjr á þ>órsnesþingi aldrei verið; eg hefi nokkuð talað um dómhringana í Árb. 1880—81, bls. 28—30, læt eg það nœgja að sinni; mann- blót eru ekki nefnd hér á landi nema á tveim stöðum, það eg man fyrir utan þetta. Hallsteinn þórólfsson fórnaði syni sínum Lnb. bls. 130—131, og Gislas. Súrssonar, bls. 140; og svo þegar kristni var lögtekin, þá er talað um að fórna goðunum mönnum; enn það er aðgætanda, að Hallsteinn kom fullorðinn úr Norvegi, og hefir getað gert það að þeirra sið. Á þetta hefi eg og minzt í Árb. í fyrra, og á þ>órssteininn, bls. 89. þ>að sem segir í Grönlands histor. M. á sama stað um þ>ing- vallaborg, að þar hafi verið dómhringr, og sjáist af honum leifar, getr eigi verið rétt, þvíað þetta er svo ólíkt dómhring sem mest má vera, eftir þeim lýsingum, sem vér höfum af þeim ; eg hygg, að þar hafi aldrei verið annað enn fjárbyrgi eða fjárrétt, sbr. og Kálund I 443. þetta væri bæði á móti anda sögunnar, og því sem hér að framan er sýnt. Eg hefi þá að sinni talað um þá helztu staði í þ>órsnesi og þar í kring, er mér þótti mest nauðsyn til bera; enn margir eru fleiri sögustaðir, er eg kom á; enn eg vísa þar til Á. O. Thorlaciusar „ Uin örnefni i þórsnessþingisem er ein hin áreiðan- legasta af vorum örnefnalýsingum, að því sem mér er kunnugt. Síðan fór eg ofan í Stykkishólm og kom þar seint um kveldið. Laugardaginn. 25.júní, gerði eg dagbók mína. Síðanbjósteg til heimferðar, hafði eg í þessari ferð fengið marga gamla hluti til forngripasafnsins; kom eg hingað í Reykjavík 28. júní með gufu- skipinu Valdimar. þ>ær 6 myndir, er fylgja þessari árbók, hefi eg teiknað, enn þær eru steinprentaðar í Kaupmannahöfn. Hefir Dr. Vilhjálmr Fin- sen, assessor i hæstarétti í Kaupmannahöfn, séð um alt þetta. Á hann miklar þakkir skildar af félaginu fyrir það. Dr. Jón þ>orkels- son, rektor við hinn lærða skóla í Reykjavík, hefir sem áðr gert svo vel að lesa prófarkirnar af þessari árbók; hann hefir og auð- sýnt mér marga hjálp og gefið mér ýmsar málfrœðislegar bend- ingar, sem eg þakka honum fyrir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.