Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Page 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Page 8
8 þeim er kallað Skeið, enn fyrir neðan þá er sléttlendi; austasti melr- inn er hæstr, þar er hátt melbarð að framan ; það var þar sem Vesteinn og húskarlar .Gísla fórust á mis, hann reið undir melinn þegar þeir riðu hið efra um bœinn, enn þegar maðr ríðr undir melnum, sést ekki heim að bœnum á Mosvöllum; þannig liggr vegr- inn enn í dag, að fara má hvort sem vill hið efra eða neðra; hið efra er þó heldr stytra, og því hafa húskarlarnir farið það, þar þeir þurftu að flýta sér ákaflega, enn Vesteinn heíir farið tómlega; hefði hann ekki farið fyrir neðan melinn, þá mundi hann ekki hafa hitt húskarlana frá Holti; hér kemr þvi fram i frásögninni í sögunni það eðlilega og rétta, jafnvel í því smásmuglegasta. Vestr frá þessum háa mel, eða melnum niðr undan Mosvöllum, hefr Vesteinn séð til húskarlanna frá Holti, og þá riðið til þeirra er hann sá að þeir áttust ílt við, hefr gengið nokkuð langr timitil að skiljaþá og sætta. þ>etta mun hafa verið þar sem nú er kölluð Fit með ánni, og er það i Holts landi; en á meðan á þessu stóð, hleyptu húskarlarnir fram að Hesti, og til baka sem skjótast þegar þeir heyra, að Vesteinn er kominn á leið; þetta er nokkuð langr vegr til og frá, frá Mos- völlum fram að Hesti, enn hann er sléttr og greiðfœr, enn þeir hafa riðið í einum spretti eins og þessir fljótu hestar gátu mest farið, sem sýnir sig þar sem hestarnir gáfust alveg upp nær á miðri leið. Enn er húskarlar koma aftr á Mosvöllu, þá sjá þeir til ferða þeirra Vesteins eftirmiðjum Bjarnardal, og bar þá leiti millum þeirra; þetta er því alt svo rétt, og hnitmiðað niðr; þá var Vesteinn kom- inn fram að Kirkjubóli (bœr sem þar stendr nú); þar er einmitt stórt leiti, svo ekki sést frá Mosvöllum lengra fram eftir dalnum, það er líka nær miðjum dal, og hvergi annarstaðar er neitt leiti, sem gæti átt við. Nú er enn spotti eftir dalnum frá Kirkjubóli og fram undir heiðar brekkuna. sem enn er kölluð Arnkelsbrekka. Kot hefir staðið niðri í dalnum, sem hefir sama nafn. þ>egar komið er upp á brekkubrúnina er fyrst upp á móti með smá hæðum, enn úr því komið er alveg upp á heiðina, er ekki nema stuttr kippr þangað til fer að halla suðr af. Mns. segir bl. 19 að hestarnir hafi sprungið er húskarlarnir komu til Arnkelsbrekku, enn ms. bl. 102, „er þeir koma á Arnkels- brekku“. það siðara er enn nákvæmara, og á betr við eins og hér hagar til; húskarlarnir hafa því verið komnir upp á brekkuna þegar þeir runnu af hestunum, enn þegar þeir Vesteinn loksins heyrðu kallið, var hann kominn suðr yfir miðja heiði. þ>að er merkilegt, að sá staðr verðr með vissu ákveðinn, sem Vesteinn beið á og húskarl- arnir náðu honum; þetta sést af orðum Vesteins: „en nú falla öll vötn til Dýrafjarðar1. Allar sögumar hafa þau orðrétt, sem fyr seg- ir, er því óhætt að byggja á þeim, allra helzt þegar ekkert getr mælt á móti. pegar farið er suðr eftir heiðinni, þá er að vestanverðu til hægri handar dálítil tjörn fyrir vestan götuna; þá fyrst verðr /

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.