Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Síða 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Síða 18
i8 þegar í sambandi við það, sem áðr er sagt, þó eg gerði annað á meðan. Eg gerði mér mikið far um að ransaka gólf tóttanna, því að það sýnir bezt, hvað þær hafa verið. Eg gróf 7 grafir niðr í gólf vestustu tóttarinnar; þar fann eg svarta flekki neðan í öll- um hnausunum, í öllum gröfunum nema einni; þetta var því auð- sjáanlega vottr af gamalli mykju, sem aldrei getr leynt sér, þó gamall verði í moldinni; og þar sem eg fann þetta hingað og þangað innan um alla tóttina, þori eg að fullyrða, að hér sé fundið hið gamla fjós á Sæbóli. pessar tóttir eiga líka svo vel við, sem bezt má verða, þá húsaskipun, sem sagan talar um, að verið hafi á Sæbóli, og þessi tótt er þar að auki næst lœknum, sem Gísli óð eftir og vatnsbólið var i, sem síðar skal ger sagt; í sambandi við þetta er og annað, sem er einkannlega þýðingarmikið, og það er stœrðin á þessari tótt. Allar sögurnar segja það sama um kúa- fjöldann í fjósinu, mns. bls. 28—29: „þ>ar stóðu þrír tigir kúa hvorum megin“. ms. bls. 113: „en xxx stóðu hváro megin“. Hút. bls. 148: „í>ar voru þrjátigi kúa hvoru megin“. |>ar sem nú að fjóstóttin er að utanmáli 32 ál. á lengd og 18 ál. á breidd, er auðsætt, að í fjósinu hefir verið hœfilegt rúm fyrir þessar 60 kýr, sem allar sögurnar tala um, með því að básaraðirnar hafa verið fjórar og kýrnar í miðröðunum snúið saman hausunum. þ>að var og miklu hentugra að hafa fjósið þannig lagað, því ella hefði lengdin orðið svo ákafleg. Engar báshellur fann eg í fjósinu eða neinn veruleg- an flór; þessa þurfti heldr ekki með, því að það er auðsætt, að báshellurnar—þó þær hefði verið í fjósinu—hafa getað verið tekn- ar í burtu og annað grjót úr fjósinu og notað heima í bœnum Haukadal, sem stendr á móti Sæbóli, þó nokkru neðar eða nær sjónum, og örstutt á milli. Annað er og ekki síður líklegt, að rnilligerðir allar i fjósinu á Sæbóli hafi verið úr rekastaurum, og enda flórað með þess konar; á rekavið hefir ekki verið skortr á Vestfjörðum í þá daga, enn á Sæbóli fremr Htið um hentugt grjót. Eg hefi t. d. vissar sagnir af, að á Hornströndum séu not- aðir rekastaurar og sagaðir niðr í búta og hafðir i veggi í staðinn fyrir grjóthleðslu og torf á milli; tveir menn hafa sagt mér þetta, sem hafa séð það. J>ar á móti fann eg alt önnur kennimerki í löngu tóttinni, sem var 100 fet, og stóð við austnorðr horn hinnar tóttarinnar, sem áðr er sagt. Eg gróf þar 5 grafir niðr í gólfið, og fann þar viðarkol og kolaösku i fjórum gröfunum, og leifar af fúnum birkiviði; líka fann eg þar aðra ösku mislita, og gólfskán eins og vanalega ger- ist í ibúðarhúsum þar sem ekki er fjalagólf; þessi kennimerki eru nú svo glögg, að ekki þarf margt um að rœða; þessi tótt hefir ver- ið skáli porgrims ; askan er eftir langeldana, þar sem brent var birkivið; afstaða skálans frá fjörunni kemr og öldungis heim við

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.