Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Qupperneq 41

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Qupperneq 41
4i þannig- Eyju. það er kunnugt, að Eyjar eru kallaðar i ám, þar sem líkt hagar til, t. d. í Borgarfirði: Desey, Stafholtsey og Eyj- ar vað á Norðrá (Eyrbyggja bl. 96); þar er stór hólmi 1 ánni; þessar ár eru að vísu stœrri enn Hófsá, enn eins getr það heitið í minni ám. jpetta land í Hófsá er að miklu leyti flatt og slétt, og hefir bœrinn Eyja líklega mest lagzt í eyði af því, að áin heflr þótt grafa í sundr þetta svæði, og jafnvel túnið. Kálund bl. 565 neðanm. hefir það eftir sóknalýsingu, að regluleg Eyja myndist í Mjólká, að hún skiftist í tvo arma og renni þannig niðr. J>etta hlýtr að vera eitthvað skakt, því ekki gat eg séð það, og enginn af þeim nákunnugu mönnum, sem eg talaði við, og þar eru upp aldir, vissu til þess. þetta getr heldr ekki verið, því Mjólká hefir ekki vatnsmegn til þess að renna í tveimr kvíslum; hún er einung- is litil spræna, enn ströng, það sem hún er, og er stutt til fjalls; hjer mun því vera meint Hófsá. Ekki hefir heldr Eyjarland alt lagzt undir Borg, því hún á nú ekki land nema að Hófsá, enn þar á móti mikið land fyrir sunnan bœinn. Eyja hefir átt mikið af Arnarfjarðarbotni og upp til fjalla, sem er mikið land, sem fyr seg'ir. Eg verð því að álíta það sennilegt, að hinn forni bœr Eyja hafi staðið hér. samkvæmt því sem áðr er sagt1. Út úr Arnarfirði í landsuðr gengr vík; þar stendr bœrinn Dynjandi; fyrir norðan víkina er hálent nes, sem heitir Meðalnes; yzt á því er grjóthrúga, sem kölluð er Mársdys. þ>að eru munn- mæli, að Bjartmár sé hér heygðr, enn það er þó ekki líklegt, að hann hefði verið fluttr svo langan veg2. Fyrir ofan Dynjanda steypist foss mikill ofan af fjallsbrúninni, sem heitir Dynjandi ; bœr- inn dregr nafn af honum; hann er bæði hár og breiðr; fossinn hefir verið mældr, og er hann á hæð 84 faðmar3. Hjá Dynjanda 1) Kálund getr þess og bl. 565 neðanm. að Árni Magnússon nefni hér einhverstaðar Byjarkot, og að Sighvatr Grímsson viti til þess, að mál- dagi á skinni sé til fyrir jörðinni Hvammi í Dýrafirði, sem ritaðr sé á Ey í Arnarfirði; þetta sfðara heyrði eg og, enn ekki gat eg talað við Sighvat. 2) Sigurðr Símonarson skipstjóri hefir sagt mér, að Páll bróðir sinn, bóndi f Stapadal, hafi grafið í þetta, og álitið engin mannaverk á þvf. 3) Sigurðr Símonarson hefir sagt mér, að þeir þorsteinn þorsteinsson, alþingismaðr á Isafirði, og Páll Símonarson, bóndi í Stapadal, hafi mælt Dynjanda, þannig, að þeir rendu niðr fœri og bundu stein í endann, því upp áklettana mákomast að sunnanverðu við fossinn; eg spurði þorstein alþing- ismann að þessu þegar eg fann hann, enn ekki mundi hann þá glögt hvað hæðin var, enn Páll mundi það með vissu, að sögn Sigurðar, og sagði hon- um. Um breiddina á fossinum veit eg ekki, enn okkr sýndist hann mundi vera víst um 30 faðma að neðan, því hann slær sér út ákaflega; fossinn er mjög fallegr til að sjá, einkannlega þegar maðr er nógu langt frá honum og hann blasir við; ekki er hann alveg beinn niðr, enn nokkuð bogadreginn ; hann er vatnsmikill, og er mest jökulvatn í ánni. Á sumrin fara menn stund- um skemtiferðir inn í Arnarfjarðarbotn til að sjá þennan stórkostlega foss, t. d. úr Dýrafirði og víðar. Margir fossar eru neðar í ánni, og er þó mjög stutt til sjóar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.