Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Síða 62

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Síða 62
Ó2 ms. bl. 124, enn engu komu þeir áleiðis um sættina, því Börkr var svo óðr. f>etta hvorttveggja sýnir, að Bjartmárssynir liðsintu þeim Gísla í öllu, sem þeir máttu, og vel má vera, að þeir hafi haft einhver yfirráð yfir Geirþjófsfirði, úr því þar var auðn. Út frá Laugabóli er Laugabólshlíð ; milli hennar og Hok- insdals að utan gengr fram Skarðanúpr ; það yzta af þessum fjalla- tanga, sem gengr fram á milli Arnarfjarðar og Suðrfjarðanna, heitir Langanes; þetta alt er yzti hlutinn þeim meginn af landi því, er Án rauðfeldr keypti, sem enn mun ger sagt. Sá fyrsti maðr, er nam land í Arnarfirði, var Orn, er fjörðr- inn er við kendr, Landn. s. bl. 139: „Örn hét maðr ágætr ; hann var frændi Geirmundar heljarskinns ; hann fór af Rogalandi fyrir ofríki Haraldar konungs; hann nam land í Arnarfirði svá vítt sem hann vildi; hann sat um vetrinn á Tjaldanesi, pví at þar gekk eigi sól af um skammdegiu. þetta um sólarganginn sýnist nú lítils- vert, enn það er þó þýðingarmikið fyrir söguna, og verð eg því að tala um það nákvæmar. Fyrir utan Hrafnseyri er Auðkúla nærsti bœr, þá er Tjaldanes nærst þar fyrir utan; þar ganga fram eyrar, sem nú eru kallaðar Tjaldaneseyrar; bœrinn stendr hærra, þar inn og upp frá; þegar gengið er upp á hól, sem er út og upp frá bœnum Tjaldanesi, þá er það sá einasti staðr í öllum Arnarfirði, sem sólina sér þegar skemstr er dagr um sólstöðurnar þ. e. sól gengr þar ekki aý'; þetta er nefnilega meðan sólin gengr fyrir botninn á Fossfirði ; þar er skarð og fjöllin lág til að sjá, og er á þessum stað sjóndeildarhringrinn lengst frá f suðr úr öllum Arnarfirði. þ>etta hallar þó lítið eitt til vestrs, eins og Fossfjörðr liggr ; þannig ber þetta við frá Tjaldanesi, eða af þessum hól, að botninn á Fossfirði sést fyrir framan Langanes eða upp yfir blá- tangann á nesinu. Eg vil nú hér um segja : f>ó nú að sá, sem ritaði þetta í Landn., hefði vitað, að þessu var þannig farið, þá mundi engum manni hafa komið til hugar, að setja þetta um sól- ina inn í söguna, hefði þetta atriði um sólarganginn ekki beinlínis fylgt sögninni frá upphafi; þetta er því meðal annars ljóst dœmi þess, hvað sagnir hjá oss geta verið áreiðanlegar, og það í smá- atriðum, jafnvel þó þær sé frá fyrstu landnámstíð, þegar þær hafa verið skynsamlega upp teknar, og hafa ekki aflagazt í mörg- um misjöfnum afskriftum. Eg hefi áðr nokkuð minst á Án rauðfeld, enn eg verð þó að taka betr fram það, sem um hann segir, bæði viðvíkjandi örnefn- 1) Eg hefi að vísu ekki séð þetta sjálfr, enn nákvæmum spurnum hefi eg haldið um það; réttorðir menn, sem eru fœddir og upp alnir í Amarfirði, hafa sagt mér það ; verð eg því að álíta þetta satt, enda sá eg á afstöðunni, hvernig þessu er farið, og að þetta mundi eðlilegt.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.