Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Page 69

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Page 69
6g séð hér, að hann er bæði svo stór og allr högginn, og með þremr bollum ; enn hér er ekki rúm til að tala um slíka steina, sem bæði hafa fundizt hér, og þá í sambandi við þá, sem fundizt hafa erlendis. Laugardaginn 12. ágúst var gott veðr ; þá tók eg mynd af steininum, og bjó um alla þá hluti, sem eg hafði fengið, og fékk mér mann og hest til að koma þessu inn á Bíldudal. Sunnudaginn 13. ágiíst fór eg frá Selárdal, kom á ýmsa bœi og leitaði eftir gömlum hlutum ; var i Hringsdal um nóttina og fékk þar enn nokkuð. Mánudaginn 14. ágúst fór eg inn á Bíldudal, og þaðan inn að Otrardal um kveldið. þriðjudaginn 15. ágúst bjóst eg til heimferðar. J>á fór að verða von á Valdimar úr því ; þá fór eg út á Bíldudal. J>angað hafði eg safnað öllu því, er eg fékk í Arnarfirðinum ; hafði eg yfir höfuð í þessari ferð fengið mikið af gömlum hlutum, og þar á meðal marga hluti merka ; sumt hafði eg orðið að skilja eftir bæði í Onundarfirði og Dýrafirði, enn fékk það síðar. Um kveldið fór eg inn að Otrardal. Eg skal nú ekki orðlengja þetta framar. Eg varð að bíða í Otrardal eftir skipinu þangað til þriðjudaginn 29. ágúst, og aldrei mátti eg neitt fara, því altaf gat verið von á skipinu, og ekki myndi það við standa nema 2—3 tfma, enn oft fór eg út á Bíldudal til að spyrjast fyrir. Loksins kom þó Valdi- mar, og urðum við þá öll fegin mjög, sem eftir honum biðum ; hafís og þokur höfðu tafið hann. J>ann 29. fórum við á stað frá Bíldudal, komum á Patreksfjörð, Flatey og Stykkishólm, og hing- að til Reykjavikr 31. ágúst, um hádegi. Eg hefi þá skýrt frá þessari vestrferð, og frá ransókninni á Gísla s. Súrssonar, og verð eg að segja, að mér hefir verið það veruleg ánœgja, því um sögu, sem þannig er úr garði gerð, er gott að tala. Eg hefi eins og f undanfarandi árbókum skýrt frá þvf, hvar eg hefi verið á hverjum degi, og hvað eg hefi aðhafzt, og hvað eg hefi sjálfr séð með eigin augum, og þá hvað eg hefi þurft að hafa eftir öðrum mönnum, og þá nefnt þá á nafn, þegar um nokkuð verulegt hefir verið að rœða. Eg skal hér ekki lúka neinum frekari lofsorðum á þessa sögu, enn einungis segja hitt, að ef vér íslendingar þyrftum beinlínis að halda á sögu, sem dœmi upp á skýrar sagnir og réttar, sem geymzt hafa í fornöld, og þá skynsamlega verið upp teknar af söguriturunum, þá er það Gísla Súrssonar s., að því af ransóknunum verðr séð; því skal eg og við bœta, að þó t. d. einhver inentaðr maðr hefði verið viðstaddr sögu viðburðina og ritað þá upp samstundis, þá hefði það ekki verið vandalaust verk, að gera það betr.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.