Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Side 72

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Side 72
72 úr einni af brýnustu þörfum safnsins, og má þakka það fulltingi og velviljuðum tillögum forstjóra safnsins, kammerherra I. I. A. Worsaae, er áðr hefir átt hlut að því, að forngripasafni voru var á sama hátt gefið talsvert safn af steinvopnum og steináhöldum. Af hurð þessari mun á sínum tíma, þó eigi fyrri enn í Árbókinni fyrir 1884, verða prentuð mynd, til þess að sem flestum gefist kostr á að gera hana sér kunna. Hinn fyrrverandi landshöfðingi vor, Hilmar Finsen, gaf og að skilnaði talsvert safn af peningum frá miðöldunum og til þessara tíma. Bókavörðr P. E. K. Kálund hefir gefið afsteypur (á upphleyptum pappír) af íslenzkum rúnasteinum. Konservator Steffensen hefir gefið mjög vandlega gerða afsteypu af Vatnsfjarðarljóninu. Forn- frœðingr einn frá Bandafylkjunum í Ameriku hefir og heitið að gefa safn nokkurt af steinvopnum og áhöldum fornbúa þar. Að lokum hafa og allmargir hér á landi orðið til þess að gefa ýmsa gamla gripi, sem oflangt yrði hér að telja, enda mun þess verða getið í skýrslu forngripasafnsins, þegar hún verðr prentuð. Svo hafa og ýmsir útlendir menn og félög orðið til þess að senda félaginu ýmsar bœkr að gjöf. Fyrir allar þessar miklu velgerðir, sem félagið hefir orðið að- njótandi, eiga þeir, er hlut eiga að máli og gefið hafa eða fyrir því gengizt, miklar þakkir skilið, eigi að eins fyrir gjafirnar sjálf- ar, heldr og fyrir ástsæld þá, er félagið hefir notið af þeirra hendi. Félag vort getr því að eins náð ætlun sinni, að það njóti sömu velvildar og aðstoðar, og er enn á ný skorað á alla góða menn, að styrkja það sem mest má verða. Eftir að forngripasafnið komst í herbergi þau, er því vóru úthlutuð í alþingishúsinu, hefir íjöldi manna sótt þangað til þess að skoða gripina. Utlendir menn hafa gefið safninu mikinn gaum og borið því góða sögu, enn innlendir þó enn meiri, og hjá þeim hefir vaknað sterk meðvitund um, að safnið væri ein hin bezta eign þjóðarinnar og vekti betr enn annað endrminning og þekk- ingu á hinum liðna tíma. J»aðan hefir margr farið svo, að hann síðar ótilkvaddr hefir orðið til þess sjálfr að gefa eða útvega gripi til safnsins. Félagið vonast þess, að félagsmenn og aðrir láti ekki sitt eftir liggja að róa að því öllum árum, að auðga forngripasafnið, og friða allar fornmenjar, sem eigi geta þar átt griðastað. Sér- staklega ætti þess að gæta, að fornir gripir eigi sé seldir til út- landa, og varna þess hneykslis, sem oft hefir orðið, að góðum gripum íslenzkum hefir verið fargað til útlanda fyrir jafnvel minna verð, enn safnið mundi hafa borgað. Sá, er lógar slíkum gripum, á að hafa sér í huga, að ef þeir fara úr hans hendi, þá eiga þeir að verða eign þjóðarinnar fremr enn nokkurs annars, og að safnið

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.