Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 25
27 scal beiða doms vt meþan osagt er misseris tal vp«; samkv. lögsmþ. (Kb. I., 209) skyldi lögsm. segja misseristal upp at þinglausnum. Þessi tvö ákvæði munu vera hin einu sem til eru í Grágás viðv. annari dóma-útfærslu til sókna en þeirri sem fram skyldi fara á mánudögum (oftast), en þau eiga bæði við óvenjulega (extra-ordinær) dóma-útfærslu og hið síðara einungis við útfærslu dóma til að dæma um mál, sem máske hafði verið ómögulegt að búa undir áður dómar fóru út í fyrstu, vegna þess að sakir höfðu gjörst síðar1). Feldu dómendur ekki dóm í einhverju máli áður þeir gengu frá dómum næstu nóttina eða næsta morgun eftir útfærsluna, mun það hafa verið skoðað sem svo, að þeir vildu ekki dæma í því máli, svo sem lögin þó skylduðu þá til. Það er ætlun vor að dómararnir hafi átt að lúka öllum málum þegar í fyrsta sinn er þeir voru færðir út til sóknar, og að það hafi alls ekki verið venja að þeir sætu að dómum á alþingi nema þann eina dag eftir að þeir höfðu verið færðir út, um kl. 2, næstu nótt eftir og síðan næsta morgun og fram á daginn næsta eitthvað, ef ekki var lokið öllum málum fyr. í ákvæðunum um afréttardóm2) og skuldadóm8) er beint tekið fram um þá dóma að þeir skuli dæmdir um nóttina, nema dómendur allir vilji heldur dæma morguninn eftir, en »lokið scal dome at raiðiom degi a Nan dagÍN« eða »fyrir raiðian dag aNan dag eptir«. En verk- svið þessara dóma er auðvitað miklu minna en fjórðungsdómanna á alþingi, enda leyfist þeim að fresta dóminum til morguns. Ýms ákyæði viðvíkjandi kviðburði o. fi. gögnum, um sektir, ef tafið var fyrir, benda. á að ekki var frestað málum til næstu daga. Á hið sama benda og ákvæðin um hversu með skal fara, ef einhver af dómendum er sjúkur, og sömuleiðis ákvæði það sem til var fært hér á undan um hversu dómarnir skyldu fara að, »ef þeir um sitja eigi fyrir ofriki«; þeir virðast ekki hafa tekið það ráð að fresta dóminum. Á þinginu 1120, er þeir deildu Þorgils Oddason og Haf- liði Másson4) gátu dómendur ekki aðhafst fyrir mannþröng og ofríki; Þorgils særði Hafiiða og varð þó komist hjá bardaga; sleit þá þrönginni aítur og gekk allur flokkur Hafliða heim til búðar, sár hans var bundið þegar og gengið síðan til Lögbergs, þar sem ‘) Sbr. Kli. I., 177, og ennfr. Sthb. 353: „Nv verþa a verk a alþingi at þing lavsnum. þa er menn bregða tiölldum sinom. oc er þa eigi scyllt at föra dom ut nema vile. enda er rétt at beiða doms ut meþan eigi er upsagt misseris tal“, sbr. Kb. I. 83, ákvæðið 8em áður var tilgreint. ») Kb. II. 117, Sthb. 492. •) Kb. II. 151, Sthb. 228. *) Sjá sögu þeirra, 18. k. Útg. Gnðbr. Yigf. af Sturl. I., 26. bls. 4*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.