Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Blaðsíða 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Blaðsíða 35
37 þess er nú hefir verið tínt telst til messuskrúða andlegrar stéttar manna kápan (capa, cappa). Hér á landi voru þessar kápur venju- lega nefndar kantarakápur; voru þær víða til hér við kirkjur í katólskum sið, — og vist lengi siðan sumstaðar —, svo sem sjá má á máldögunum i Fornbréfasafninu. Stundum voru þær nefndar hér fcdrkápur (cappa choralis, sbr. Chormantel og Chorkappe á þýzku og Korkaabe á dönsku o. s. frv.). A latínu nefndist þessi kápa enn- fremur pluviale (regnkápa) af pluvia, regn, — af því að hún var borin í helgigöngum úti, í fyrstu einkum af kórsöngvurum og óæðri klerkum, síðar — og nú — af biskupum og prestum; casula cucullata (hettukápa) eða processoria (helgigöngukápa). Sumstaðar er hún nefnd reykelsiskápa og sumstaðar aftansöngva- (vesper-) -kápa, þar eð prestar hafa hana sérstaklega við síðdegismessur og við ýmsar þjónustugjörðir þar sem þeir fara með reykelsi á glóð. Kápur þessar voru með ýmsu móti í fyrstu, bæði að efni og lögun, en ætíð munu þær þó hafa verið flatar og ermalausar, lagðar yfir herðarnar og opnar að framan, og höfðu fengið nafn sitt af hettu þeirri (cappa, caputium af caput, höfuð), sem á þeim var efst í miðju og hékk niður á bakið, en mátti draga yfir höfuðið. Voru slíkar kápur notaðar í öndverðu af lærðum og leikum eins og aðrar yfirhafnir; leikmenn virðast hafa lagt þær niður, en munkarnir urðu auðþektir af höttkápum sínum og klerkar og kanokar af kórkápum sinum. Smámsaman tókst sá siður upp meðal hinna æðri klerka og biskupa að hafa slíkar kápur, en eðlilega voru þær miklu dýrari og skrautlegri en kápur hinna óæðri klerka. Á Englandi virðast þær hafa verið orðnar mjög almennar um það leyti er kristni kom á Norðurlönd; voru þær nefndar á engilsaxnesku cantercappae (cappae cantorum), og mun íslenzka nafnið, kantarakápa, tekið upp eftir því. Á þeim öldum munu kápur hafa verið fyrirskipaðar biskupum og prestum, og páfinn sjálfur virðist og hafa tekið upp þann sið þá að bera rauða kápu. Kantarakápur frá miðöldunum eru víða til enn í katólskum löndum. Eru þær í lögun sem hálfkringla og breiddin á hvern veg út frá miðjum kraga (geisli hálfhringsins) um 2 álnir og 3—4 þuml.; en allar eru kápur þessar yngri og betri en hinar fornu kápur kór- söngvaranna og hinna lægri klerka, þótt nú verði fátt um þær sagt með VÍ8SU, þar eð ekki eru til nema slitur af þeim og þó óvíða; þær virðast með vissu hafa verið minni. Hetta (cucullus) sú sem fyrrum var áföst við kápur þessar og kom sér vel fyrir hina krúnurökuðu klerka, virðist smátt og smátt hafa farið að leggjast niður síðan á 13. öld; tókst þá upp í hennar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.