Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Side 88

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Side 88
90 6096 a-e. «/u 6097. **/M 6098. 10/la 6099. »/u 6100. u/i2 6101. »°/ia Jón Jónsson, Möðrufelli, Efjs.: Fjalir með útskurði, fimm að tölu, fornar, úr byggingu; a., 1. 140 sm., br. 27 sm., annars yegar skorin, dálítið upphleypt, uppmjó strýta og efst á henni er sem spjótsoddur, en fyrir neðan hann ganga út beygjur eða greinar og þar neðan undir þverálma (1. 18 sm.). Neðst er skorið ofan í spiruna eins konar hnútaverk, mjög fornlegt, og vantar þar neðan af. Á þessari fjöl er að eins lítið bil autt fyrir ofan spíruna (um 12 sm.) og hefir þar nýlega verið sagað af endanum. Á b. er efri hluti af sams konar spíru, um 46 sm., og hefir verið sagað af þeim enda; af efri endanum hefir ekki verið sagað (nýlega) og er fjölin öll 134 sm. að L, en slétt öll fyrir ofan spíru- oddinn; br. 26 sm.; c. er með sams konar oddi, lítill bútur, sagað af báðum endum, 1. 54 sm., br. 26; d. bútur með svipuðum oddi, nokkuð frábrugðnum, 1. 48 sm., br. 25 sm.; e. þriðji búturinn með frábrugðnum oddi, 1. um 62 sm., br. 28 sm. — Gerðin á þessum útskurði er helzt í gotneskum stíl eða svipuð honum. Ef til vill eru fjal- irnar úr kirkjubyggingu í nágrenninu. Þær munu naumast yngri en frá 14. öld. Stefán Sigurðsson, Hvitadal: Tóbaksbaukur úr mahogni, með nýsilfurhringum um stútinn og tappann, og silfur- hring um botnopið; T er skorið á töppina; baukinn átti Tómas Guðmundsson, er nefndur var víðförli. öskjur, sporöskjulagaðar, 1. 32 sm., br. 20 sm.; lokið með útskurði, stendur á því ANO (sic) 1780 og I. S. D. með höfðaletri, sem eru upphafsstafir Ingibjargar Sig- urðardóttur, seinni konu langafa seljandans; hét hann Guðni Guðmundsson, bjó lengst á Sleggjulæk; hann bjó til öskjurnar og gaf Ingibjörgu. Skarbítur úr kopar, íslenzkur, stendur á 3 fótum, með broddi fram úr; 1. 15 sm. Átt hefir fyrrum Sæmundur ögmundsson í Eyvindarholti, faðir séra Tómasar á Breiðabólsstað. Dr. Jón Þorkelsson skjalavörður: Upphafsstafa-upp- dráttur, stafirnir P. T. D., skrautlega uppdregnir með bleki á pappír; st. 21X15 8m- Fundinn í gamalli bók. Nál úr beini, breiðust (1,3 sm.) fremst og flöt, l. 12,8 sm.; að líkindum til þess að sauma með meldýnur.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.