Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1914, Blaðsíða 1
L.andnám í Reykjavík og þeir,
sem þar bjuggu. fyrst.1
ísland er hið eina land á jarðarhnettinum, sem menn hafa glögg-
ar upplýsingar um, hvernig fyrst bygðist af mönnum; en Reykjavík
var fyrsti bærinn, sem bygður var hér á landi, og er upphaf Reykja-
víkur því merkilegra. Tildrögin til þess að Ingólfur Arnarson flutti
til íslands voru, svo sem kunnugt er, ölteiti og ástamál og vígaferli,
er af þeim leiddu.
Eftir því sem alment er talið var það vorið 877 að Ingólfur tók
sér bústað í Beykjavík, þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land
komið; segir svo í Landnámu, að þær hafi enn verið til í Reykjavík,
þá er hún var rituð á 12. eða 13. öld.
Ingólfur nam land alt milli ölvusár og Hvalfjarðar, en síðan
gaf hann öðrum land það, er liggur fyrir sunnan Hraunsholtslæk og
fyrir norðan Úlfarsá, sem nú er kölluð Korpólfstaðaá; heflr hann þá
átt eftir land Seltjarnarnesshrepps og suðurhluta Mosfellssveitar,
ásamt lítilli sneið af Garðahreppi.
Svo er að sjá, sem eigi hafi þótt sem álitlegastur bústaður í
Reykjavík; því Karli vildi eigi þar vera og hafði þau orð um: »til
ílls fórum vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta«.
En Ingólfur var trúmaður mikill; áður en hann réðst alfarinn til
íslands hafði hann leitað sér frétta um forlög sin og fréttin vísað
honum þangað; í þrjú ár samfleitt lét hann leita að öndvegissúlum
sínum og vildi eigi neinstaðar taka sér fastan bústað, meðan eigi var
vonlaust um að þær flndust; hann mun þess vegna örugglega hafa
trúað því, að öndvegissúlurnar hafi fyrir æðri tilhlutun borið þar að
landi, er honum væri heillavænlegast að setja bústað sinn.
Kringum Reykjavík hafa að vísu aldrei verið þvílíkar graslend-
ur sem fyrir austan Hellisheiði, en beitiland hefir verið þar gott, því
*) Þess skal getið, að ritgjörð þessi var samin 188tí, þá er þess var minst að
100 ár voru liðin síðan Reykjavík fekk kaupstaðarréttindi, og er hún prentuð hér að
mestu leyti óbreytt.
1