Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1914, Blaðsíða 114
6559. »/:
18
6560. 9/ií
6561.
6562. 15/
12
114
og götóttur. Frá Saurbæ á Rauðasandi. Sennilega
200—300 ára gamall. Notaður nú sera hinir fyrnefndu,
nr. 6556—57, en hefir ef til vill verið patinudúkur
(palla calicis, kaleiksklútur) og þá líklega saraanbrot-
inn, eða máske vígsludúkur (velum calicis), hafi sá
dúkur verið notaður er þessi var lagður til kirkjunni.
Kembulár úr raaðksmognum rekaviði (furu og rauðatré,
mahogny), 1. 43,8 cm., br. 27,7 cm., hæð hornstuðlanna
28,3 cm. og eru þeir með teningsmynduðum hausum.
Á spjöldunum eru útskornir listar umhverfis. Málaður
gulur að utan. Líklega frá 18. öldinni.
Skyrtunálar úr silfri, önnur eyrnaskefill, en hin tann-
stöngull, eins og altítt var. Þær eru að mestu fer-
strendar, 1. 5,5—5,7 cm., þverm. 3,3 mm., með gröfnu
og sorfnu verki, all-laglegar. Úr eigu Jóns kammer-
ráðs Jónssonar á Melum.
H. J. Ernst, lyfsali í Brovst á Jótlandi: Skeið, algylt,
sennilega úr silfri, 1. 17 cm.; blaðið er eggmyndað, 1.
5 cm., br. 3,2 cm.; skaftið er myndað sem sporðdreki
(skorpíón). Hún er alveg ný að sjá, en máske steypt
eftir annari eldri. Skeiðin er í útskornu eikarhylki og
er skorinn sporðdreki á lokið; klætt rauðu fluéli að
innan, nýtt1).
Reykjavíkur-dónikirkja: Kertahjálmur, að mestu rend-
ur úr tré, með áfestum skrautmyndum úr gipsi í skel-
stíl, allur gyltur, skrautlegur. Ljósaliljur 6 úr járni
og tré í kransi, sem hangir i 3 járnkeðjum. Lengdin
er alls um 120 cm., og vídd milli ljósa um 63 cm. Nú
gyltur á ný og Jagfærður. Dómkirkjan átti fyrrum 4
slika hjálma og munu þeir vera til hennar komnir er hún
var bygð upp 1847, en samkvæmt gerðinni virðastþeir
vera eldri. 2 þeirra eru nú i Garðakirkju á Álftanesi,
1 að sögn seldur Búðakirkju á Snæfellsnesi.
') Gefandinn skrifar svo með skeiðinní og um hana: „. . . En gammel Ske, der
stammer fra Norge, og som i den gamle katolske Tid skal have været henyttet af
Præsterne til at give den sidste Olie med. Jeg har jo ikke Kendskab til saadanne
Ting, men en fransk Prælat i Köbenhavn, som har set Skeen, forklarede, at Skorpionen
var en Allegorie paa Kristus, og at det var ikke ualmindeligt, at Hostieæsken og
Salveskeen hlev fremstillet med nævnte Sindbillede". — Við síðustu smurningn er og
hefir víst aldrei verið notuð skeið. — Sporðdreki er ekki og hefir aldrei verið látinn
merkja Krist. — Skeið þessi hefir aldrei verið kirkjugripur, né sú sem hún hefir
verið steypt eftir.