Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1914, Blaðsíða 27
Gufudals-steinninn.
I ritgerð sinni um fornleifar á íslandi1) skýrir dr. Kr. Kálund
frá nokkrum íslenzkum runasteinum, legsteinum með áletrun í rún-
um, og þar á meðal einum frá Gufudal. Það er fimmstrendur blá-
grýtisdrangi, 133 cm. að lengd og 75,5 cm. að ummáli2). Einn flöt-
urinn er breiðastur, 18 em., og hefir steinninn sýnilega legið á hon-
á leiðinu. Á annan af þeim flötum 2, sem upp hafa snúið, hefir
áletrunin verið sett og einfalt strik utan með fram með brúnunum
allavega. Á sama hátt hafa strik verið sett á hinn flötinn, en áletr-
un hefir engin verið á hann sett.
Leturlínan er 80 cm. að lengd og er því autt bil (40 cm. að
lengd) fyrir aftan hana frá síðustu riín að strikinu við endann á
fletinum, og hefir áletrunin aldrei lengri verið. Líklegt er að hún
hafi í fyrstu átt að vera lengri, en vegna erfiðleika við að klappa
rúnirnar á blágrýtið hefir sá er það gerði hætt við hálfnað verk, er
því var lokið, sem mest reið á.
Fyrir aftan áletrunina eru 5 kringlóttar holur í steininum, eins og
dr. Kálund tekur fram, líklega fremur boraðar en klappaðar eða högnar
(indhuggede), 3 þeirra eru í sjálfri brúninni þar sem uppfletirnir
koma saman, en hinar tvær eru sín í hvorum fletinum beint út frá
miðholunni. Dr. Kálund lítur svo á, að með þessum 5 holum sé
krossmark myndað á steininn. Það er nú og að vísu svo, að hol-
urnar eru settar í kross, en þ æ r eru samt ekki það krossmark, sem
sett hefir verið á steifiinn, heldur hafa þær verið boraðar í steininn
til þess að festa á hann krossmark; það hefir sennilega verið úr
messing eða eiri, og fest með nöglum í holurnar. Nöglunum hefir
verið fest í þær með blýi og eru enn leifar eftir af því í öllum hol-
unum. — Veit eg ekki annað dæmi til að krossar hafi verið settir
þannig á legsteina hér á landFá fyrri öldum. Af miðholunni ræð
eg að krossinn muni ekki hafa verið með róðu. Milli yztu holanna
eru 19 cm. (9+10) á langveginn og 13 cm, á þverveginn (mælt
») Islands fortidslævninger, Aarb. f. nord. Oldkh. 1882, bls. 57—124.
') Dr, Kaland segir 2 álnir að lengd og alt að 8" að þverm.
4»