Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1914, Blaðsíða 50
50
6276. 13/é
6277. 22/4
6278.
*9U
6279.
29/
6280.
%U
skálin er 9 cm. að dýpt í miðju og 15 cm. að þverm.
efst. Bolli þessi er úr kirkjunni í Bræðratungu og hefir
lengi verið hafður þar sem skirnarfontur; hann virðist
þó í fyrstu fremur hafa verið ætlaður til þess að vera
mortér en skírnarfontur. Eru slík mortér (með tré-
stautli) þannig löguð til í söfnum i Noregi og í þjóð-
menjasafni Dana í Kaupmannahöfn, sum stærri, önnur
minni.
Ljósberi úr furu, málaður utan með ljósbláum lit, ogað
sumu leyti með dökkbláum og rauðum; hann er með
fjórum hliðum og er lítil hurð á einni; ferhyrndur
toppur er upp af með hjartamynduðum loftgötum á
hliðunum; vantar nú lítið ofan af toppinum og mun
þar hafa verið í hringur eða halda, til þess að bera i
ljósberann. I miðjum botni er lítill hólkur úr járni,
pípa fyrir kerti. Á öllum hliðum eru glergluggar og
einnig í hurðinni; er nú ein rúðan úr. Hæðin er nii
35 cm. og þvermál um hliðar 17 cm. — Frá sama stað
og síðustu 2 gripir. — Ljósberar eru enn til í nokkr-
um kirkjum hér á landi og voru notaðir á síðustu öld
til að bera ljós í kirkju er kveikja skyldi; lögðust af
er eldspýtur urðu algengar.
Brókarhaldshnappur steyptur úr kopar, grafinn á miðj-
um kollinum og við röndina; þvermál 3,7- cm. Fundinn
í eyðihjáleigunni Bolastöðum, skamt frá Hofsstöðum í
Borgarfirði.
Skúli Guðmundsson, bóndi á Keldum: Hagldir, 4 að
tölu, smíðaðar úr eski, flatar, með 2 götum, mjórri i
aftari endann; iengd 11,2 á tveimur, 10,7 cm. á hinum
tveimur, breidd 4,3—5,8 cm., þyktin ca. 2,3 cm. Á þær
er skorið ártalið 1853 og stafirnir G B, upphafsstafir
Gniðm. Brynjólfssonar á Keldum, föður gefanda og
þeirra bræðra.
Sami: Högld úr horni, krækt saman að aftan. Á hana
er skorið ártalið 1814 og stafirnir B. S., upphafsstafir
Brynjólfs Stefánssonar i Kirkjubæ, afa gefandans, og
ennfremur VII., þ. e. 7., sem merkir Gr, 7. staf í staf-
rófinu, merki Gruðm. sonar Brynjólfs. — Lengd 9,2 cm.,
breidd 7,2 stn., þykt ca. 2 cm.
KirkjuMukka úr kopar, þvermál neðst 33,8 cm. og hæð-
in, með krónunni, álíka mikil; þykt kápunnar 1,1 cm.
Umhverfis eru tveir blaðakranzar efst og leturlina á