Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1914, Blaðsíða 65
65
»grádunum«, sem áður voru fyrir framan altarið i Hóla-
kirkju.
6347. M/8 Sami: »Piláru lítill, 1. 50,5 cm., br. 10,5 og þ. 1,5 cm.
skrautlega málaður beggja vegna og laglega útsagaður
í rendurnar. — Líklega úr »grádunurn«, sem áður voru
fyrir framan og beggja vegna við altarið mikla í Hóla-
kirkju.
6348.ab— Sami: Fœtur 2 rendir úr eik, gildleiki mestur um miðju,
um 20,5 cm., hæð annars 33 cm., en hins 36 cm.; að
öðru leyti eru þeir líkir hvor öðrum, málaðir grænir
og hafa verið með gullslit; rauðir í skorum. Þeir eru
og úr Hólakirkju, máske undan stoðum þeim er spar-
lökunum beggja vegna altarsins var haldið uppi með.
— Um þessa síðustu gripi (nr, 6340—48) sbr. ennfr.
Árb. 1910, bls. 66.
6349. — Ljósberi úr járnblikki með 6 flötum og heflr verið gler-
rúða í sérhverjum; toppurinn er með gangskornu verki
og er hringur á efst; á botn er fest 3 ljóspípum. Þver-
mál um 22 cm., hæð um 55 cm., en hefir verið nokkru
meiri; útlendur (danskur), frá 18. öld. Úr Hólakirkju.
6350 — Fjöl útskorin, brík ofan af skáp, 1. 75 cm., br. mest
um miðju 21 cm., efri rönd laglega útsöguð og strik
við neðri rönd. Á miðju er útskorið skjaldarmerki og
er á því búmerkið T og S samandregin og ártalið 1638
neðanundir. Þetta er búmerki Þorláks byskups Skúla-
sonar; er máske eftirlíking slöngunnar á J-krossi, sem
táknar Krist. Beggja vegna við Bkjöldinn eru greinar
og blóð, er táknar skóg og eru í þeim óvættir, er virð-
ast sækja á skjöldinn, en milli þeirra og hans stendur
sinn maðurinn hvoru megin með spjót í hendi til varn-
ar gegn óvættunum; eru þetta alt líkingarfullar mynd-
ir. Skurðurinn fremur góður. — Fundin uppi á lofti
i Hólakirkju.
6351 ,5/8 Skútustaðakirkja: SkriftasMfa úr beyki, þverm. 26 cm.,
með 38 smátungum og tölum á, vísir á miðju; hylki
áfast, stærð 9,3X6,4 cm., en lokið vantar á. Sbr. 3925.
6352. 17/g J- Havsteen etazráð á Oddeyri: Tóbaksmylna rend úr
tré til að mylja í neftóbak; er það holur trébaukur,
8,3 cm. að hæð, 3,6 að þverm. að utan, 2,2 að inn-
an, 6,5 að dýpt; koparhólkur við barm að utan. I baukn-
um er rendur standur eða stautull úr eski með járn-
plötu tentri neðan á og látúnshólk um neðri endann,
9