Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1914, Blaðsíða 111
iii
pípu), en af liljunum vantar nú 2. Leggurinn er lag-
lega rendur og sömuleiðis kerta-pípur og skálar (þverm.
10 cm.). Líklega danskt verk frá 17. óld.
Allir þessir síðasttöldu gripir (nr. 6537—6546) eru
frá Bíldudalskirkju.
6547a-b.30/ii Mjólkurfötur einar, samstæðar og eins, að heita má;
18—19 cm, þverm. 24—25 cm. Lok eru á og 2 þver-
bönd á horn. Kilpar úr svörtu hvalskíði. Rekaviðar-
gjarðir 5 (br. 1,7—2,3 cm.) á hvorri fötu. A og E eru
skorin á lokið á annari.
6548. 30/ii Brennivinslegill úr rekaviði (furu), hæð 9,2 cm, þverm.
13 cm.; með 2 giörðum (2,3 cm. að br.), 2 eyrum, gati
á öðrum botninum miðjum og þar hjá litlum stút, er
gengur upp úr einum stafnum.
6549. — Snœlda úr rekaviði (furu), með rendum og útskornum
snúð, þverm. 7,7—8,2 cm. og er skorið árta'.ið 1860
neðan á hann; hann er kúptur rajóg, 2,7 cm. að þykt,
rósastrengur er skorinn umhverfis að ofan og tigla-
hringur beggja vegna við. Teinninn (halinn) er 40 cm.
að lengd; útskorinn efst og áttsfrendur, en annars sí-
valur og 0,6—1,2 cm. að þverm. Látúnskrókur í efra
enda.
6550. — Brœðingsöskjur með sporöskjulagi, 1. undiröskjunnar
25,3 cm., br. 16 cm. og hæð 8,6 cm.; lokið 2,3 að hæð
og skorin á það að ofan rós með skipaskurði. Fremur
nýlegar.
6551. — Smjörkúpa rend úr rekaviði, með kúptu loki; þverm.
12,3 cm., hæð með lokinu 8,2 cm. Vídd undirkúpunnar
9,7—10 cm.; dýpt 6 cm. Fremur nýlegar. Líklega
rendar á Ströndum.
Þessir síðast nefndu gripir (nr. 6547—51) eru vestan
úr Saubæ, frá Hvítadal.
6552. 8/12 Gísli Asgeirsson, hreppstjóri á Alftamýri: Róðukross
útskorinn úr rekaviði, eintrjáningur; 1. langálmunnar
44 cm.; handleggir áfastir við 2 greinar, er ganga út
frá langálmunni á ská upp á við, og er 45° horn milli
hennar og þeirra; 1. þeirra að neðan er 25 cm. og ná
þær jafnhátt upp og langálman. Þær og langálman
eru ferstrendar, br. langálmunnar er 7,7 cm. og þykt
3,3 cm.; greinarnar eru breiðastar inn við langálmuna,
um 6 cm., en yzt um 4,5 cm. og eru útskornar yzt,
fyrir utan hendurnar; vantar þó framan af annari nú.