Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1914, Blaðsíða 46
46
jöklum og grænura dalshlíðum*. A síðari tímum hefir
verið aukið ofan við tjaldið og málað nokkuð ofan við
það. Tjaldið nefnist »Heiðarbrúnin«. Br. 3,70, h. 2,40 m.
6258. 2/4 Báktjald leiksviðs 3. þáttar af »Útilegumönnunum«;
»leiksviðið er dalverpi lukt jöklum; næst áhorfendun-
um eru klettar beggja vegna, og sér í hellismunna
vinstra megin«. Á siðari timum hafði verið aukið ofan
við tjaldið og málað á með of sterkum litum; nú hefir
sá viðauki verið tekinn af og settur annar með hæfi-
legri litum og tjaldið sett í umgjörð; innanmál h, 2,30
+ 0,83 (viðbótin), br. 3,62 m. Tjaldið hefir verið nefnt
»Dalur«.
6259. — Bdktjald leiksviðs í 4. atriði 3. þáttar af »Útilegumönn-
unum«, »útilegumannahellirinn innanverður«. Br. 3,20,
h. 2,44 m.
6260. — Baktjald leiksviðs 4. þáttar af »Útilegumönnunum«;
»grasafjall, klettar beggja vegna, heiðaöldur og jöklar
andspænis«. Nefnt »Grrasafjallið«. — Farið eins með
þetta tjald og nr. 6258 og innanmál umgjarðarinnar
hið sama og þeirrar, sem það tjald er í.
6261. — Baktjald leiksviðs 5. þáttar (og líklega einnig 2. þáttar)
af »Útilegumönnunum, stofugafl með glugga, — »stofa í
Dal« (5. þ., og »stofa hjá Lárenzíus, 2. þ.). Br. 3,70,
h. 2,50 m.
6262. — Baktjald leiksviðs í 11. atrlði 5. þáttar af »Útilegu-
mönnunum«, »þinghúsið«. Br. 3,80, h. 2,70 m.
öll þessi leiktjöld eru máluð af Sigurði málara
Guðmundssyni og hafa jafnan verið notuð er »Útilegu-
mennirnir« (eða »Skugga-Sveinn«) hafa verið sýndir
hér. Fyrir tilmæli forstöðumanns Þjóðmenjasafnsins
hafa þau nú af formanni Leikfélags Reykjavíkur verið
afhent safninu til varðveizlu.
6263. 8/4 Dr. Jón Þorkelsson skjalavörður, Reykjavík: Veski
með látúnsspenslum, það er úr ljósleitu skinni með
eikarspjöldum innan í; nokkur blöð skrifuð í. Stærð
14,5 X 9 cm.
6264. — Sami: Veski úr þryktu skinni utan af bók í 2 bl. broti;
2 smáhylki eru innan í og eru á öðru þeirra annars
vegar upphafsstafir eigandans (S. C. S.) skrautlega
dregnir, en hins vegar 2 gamlar þryktar myndir og
iitaðar, önnur af konungi, hin af presti. Stærð veskis-
ins er 19 X 10 cm.