Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1914, Blaðsíða 105
105
6521. 28/io Legsteinsbrot 2 af firamstrendum baulusteini, 1. til sam-
ans um 54 cm., og falla þau saman, eru af fremri enda
steinsins; breidd um 13,5 cra., hæð um 16,5 cm. Áletr-
unin er á 4 fiötum og er sín línan á hverjum, og strik
umhverfis hverja línu. Letrið er djúpt höggvið latínu-
letur, upphafsstafir, hæð um 4 cm. Byrjar á miðlínunum:
HIER LIGGIA MOLLDE[R]-----------J) | SEM DEIDE
• A • 74 • ARE —-------2) | SO FÆCKA • HINER ¦
H-----------| IR ¦ TRUV MEDAL ¦ MAN-----------
6522. — Legsteinsbrot eitt af sexstrendum baulusteini, 1. 27 cm.,
þvermál 17—18 cm. Áletrun með latínuleturs-upphafs-
stöfum hefir verið á 3 flötunum, sín línan á hverjum;
stafhæð 3—4 cm.; strik beggja vegna við hverja línu.
Aletrunin hefir byrjað með næstu, þ. e. neðstu línu,
haldið svo áfram í miðlínunni og endað með efstu línu
(ritningargrein). Þessir stafir sjást:-------— hVIILER
-----------|-----------VRDSSON----------|-----------AS(?)
NÆ(?)GTT-----------.
Þessir legsteinar (nr. 6519—22) eru frá Norðtungu
og voru fluttir þaðan til safnsins eftir fyrirmælum forn-
menjavarðar. Hafa verið notaðir í húsveggi og mun
þar mega enn finna fieiri í hleðslum.
6523. — Legsteinn, tilhöggvinn úr grágrýti, lengd 113 cm., br.
27 cm. neðst, en um 40 cm. efst og er efri endinn all-
ur breiðari og burst á efst. A burstinni er engilhöfuð
með vængjum, lágt upphleypt verk eins og annað verK
á steininum, letur o. fl. Fyrir neðan engilmyndina er
leturbekkur, 4 iínur, 18,5 cm. að breidd, lítið eitt lægri
en engilmyndin. Fyrir neðan leturbekkinn er upp-
hækkað band yfir þveran steininn, 5 cm. breitt, með 1
leturlínu. Þá er miðhluti steinsins og skiftist hann í
þrent, þannig að eftir honum miðjum er upphleypt
mynd af stúlku; sér framan á hana og stingur hún
höndum í síður; nokkrir stafir eru fyrir ofan og neðan
myndina; beggja vegna við myndina eru 2 leturlínur
langsetis, litlu lægri. Allur er þessi kafli um 39 cm.
að lengd. Fyrir neðan hann er aftur 2 cm. breitt band,
upphækkað, yfir þveran steininn. Fyrir neðan það er
') Mannsnafnið, nafn föður hans og „ s o n „ hefir verið á þeim hlutanum, sem
nú vantar.
') SINS ALLDVftS og ártalið (dánarárið) vantar.
14