Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1914, Blaðsíða 116
116
dúkur eins konar eða kaleikaklútur (sbr. nr. 6288, palla
calieis), en ekki ætlaður til að þurka með kaleikinn
(linteolura). Frá Skútustaðakirkju.
265. 14/i
266. 13/6
267. 16/6
268. 27/8
269. a7/8
Mannamyndasafnið.
Frú Ouðrún Hjaltalín, mynd máluð með olíulitum af henni
ungri; ferhyrnd, stærð 58X^5 cm., í gyltri umgjörð, mál-
uð af Arngrími málara Gíslasyni og er fremur góð. Guð-
rún ber skautbúning; sér beint framan á andlit og brjóst
og nær myndin niður á brjóstin; er hún nærri því að vera
með eðlilegri stærð. Andlitið er frítt, enda var konan
fögur.
Lárus Fjeldsteð, málflutningsmaður í Reykjavík: Lœrisvein-
ar hins lærða skóla í Reykjavík vorið 1873; eru það 6
litlar ljósmyndir límdar á sama spjald, hver bekkur fyrir
sig. Á viðfestu blaði eru tölumerki við hverja mynd
samkvæmt skrá þeirri um lærisveinana, sem prentuð er á
bls. 2—5 í Skýrslu um hinn lærða skóla í Reykjavík skóla-
árið 1872—73, Rvík 1873. Alls eru myndirnar 62 á spjald-
inu. Það er 32,5X22,3 cm, að stærð; vantar 2,4 cm. breiða
ræmu ofan af því. Myndirnar eru 8,5 cm. á hvorn veg
af 4 bekkjunum, 9,5X8,5 cm. af tveim. Vafalaust gerðar
af Sigfúsi Eymundssyni.
Halldór Hermannsson, bókavörður í íþöku: Þorsteinn lll-
ugason Hjaltalín málari, ljósmynd eftir prentaðri mynd,
endurprentuð í Oðni, IX. ár, 1. bl. og er þar og í 3. bl.
s. á. um Þorstein. Límd á spjald, sem er 18,3X10)5 cm.
að stærð.
Steinunn Jónsdóttir, Skjaldfönn: Brjóstlikneshi af Friðriki
konungi 6., útskorið úr rekaviði (furu) af Jóni föður gef.
Níelssyni á Grænavatni við Steingrímsfjörð, bróður þeirra
Sveins prófasts og Daða fróða. Það er 22 cm. að hæð,
með áföstum stöpli undir. Má heita vel skorið af ólærð-
um manni.
Sigurður Þórðarson sýslumaður í Arnarholti: Hópmynd
af 15 mönnum á þjóðhátíðarsamkomu á Eskifirði 1874,
ljósmynd, 8,7X6,3 cm. að stærð. Tölumerki eru við menn-
ina og fylgir skýrsla með, en þeir eru þessir: Sigurður
Jónsson frá Gautlöndum, Asmundur Sveinsson stúdent,