Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1914, Blaðsíða 52
52
með ríðandi veiðimönnum, er elta uppi hirti með hund-
um sínum og reka þá í gegn með spjótum. — Lýsir
þetta altarisklæði vel smekk, réttara sagt smekkleysi
manna með tilliti til kirkjuskrúðans; munu slík altaris-
klæði hafa verið furðu algeng og eru allvíða til enn.
Þetta altarisklæði er fóðrað með hvítleitum striga;
stærðin er 161,5X93 cm. Það er nú mjög götótt, virð-
ist músjetið. — Mun nú vera um 200 ára gamalt.1)
6285. 18/5 Altarísklœði úr rauðu vaðmáli (»raski«), þunngerðu, fóðr-
að með hvítu lérefti grófgerðu, krosslagt að framan
með hvítum tvinnaborða og er nú af krossinum sá hlut-
inn, sem staðið hefir upp og ofan; að neðan er og
legging með sama borða; vottar fyrir leifum af svörtu
ullarkögri, er á var að neðan fyrrum, að því er séð
verður af visitatiugjörðunum. Stærðin er nú 157X94
cm. með viðaukum, sem eru beggja vegna eins og á nr.
6284. Þetta klæði mun nær jafngamalt hinu fyrra.
6286. — Altarísdúkur úr hvitu lérefti, fóðraður með líku efni,
og með bleiku kögri að framan, gamallegur. Stórir
aukar eru til beggja hliða, og er miðdúkurinn allur út-
saumaður með hvítum saum með ýmsu móti. Stærð
168X67 cm.
6287. — Altarísdúkur úr rósþryktu sirsi rauðleitu, fóðraður með
hvítu lérefti, og með mjóu, svörtu kögri að framan;
nýlegur, en götóttur af músáti. Stærð 168X"0 cm.
6288. — »KaleiksMútur<c úr hvítu lérefti með ísaum í hornunum
og við jaðrana; á miðju er og saumað ihs; skúfar í
hornum; mun sá hinn sami sem svo er nefndur í visi-
tatiunum 1751 og 1780; líklega er þetta fremur vígslu-
dúkur (velum calicis) en saurdúkur (linteolum, purifica-
toríurn), og er frá því fyrir siðaskiftin. Stærð ca. 49 X
46 em. um miðju þar sem hann herpist ekki saman af
útsauminum.
6289. — Hökull úr rósofnu flosi með gulum blómum stórgerðum
og er ofið gullvír í, en gyltar smáþynnur (paillettur)
saumaðar á; rósofinn gullvírsborði er við jaðra og um
') Sbr. visitatiugjörð 1715 „Sidan (síðustu visitatiu) hefur vidbættst eitt alltar-
isklæde af þrycktu Austindisku kartune og Corporalishus" ; síðasta orðið bre/tt úr
klutur, sem fyrst hefir verið skrifað; í visitatinnni 1780 er þessi hlntur nefndur
„Corporall af raudþriktu Syrtskattun*, fodradur med hvijtu Cartune"; virðist vera
sami dúkurinn og nr. 6283.