Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 46
52
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
verið tengd Krossfjörunni, en skýrsla séi'a Benedikts Þorsteinssonar
(sjá bls. 15—16 hér að framan) sýnir að þau tengsl ná líklega a. m. k.
aftur á 18. öld, því að þau eru vafalaust ekki ný af nálinni þegar
séra Benedikt skrifar skýrslu sína árið 1819. Vegna staðhátta er
eðlilegast að stórkonan í Hólafjalli sé látin horfa út yfir dalinn, þ. e.
Norðfjarðarsveit, og sjái þá krossinn, þennan óvinafögnuð að hennar
dómi, rekinn á fjörur í fjarðarbotni. Ef vel er að gáð er ekki heldur
sem eðlilegast að orði komist um fauskinn, að hann sé rekinn í fjarð-
arkjaft(i), þó að hann sjáist á reki í fjarðarmynninu, auk þess sem
ofboðsfát tröllkonunnar er helst til mikið meðan krossinn er úti í
mynni Norðfjarðarflóa og velkist enn fyrir straumi og vindum.
Varla getur verið átt við mynni hins eiginlega Norðfjarðar því að
þá væri krossinn kominn inn fyrir Krossfjöru. Aðalatriðið er þó, að
eftir málvenjunni er viðardrumbur ekki rekinn fyrr en hann hefur
borið að landi eða helst orðinn landfastur. Enginn norðfirskur sjó-
maður mundi bera sér það í munn að hann hefði fundið tré rekið á
Ólafsmið(i) heldur gæti hann fundið það þar á reki. Guðmundur
Stefánsson talar um að fauskurinn sé „kominn í fjarðarkjaft",
vafalaust af því að hann hefur fundið undir niðri að orðið „rekinn“
á hér ekki við þó að frásögn hans sé annars í ýmsu áfátt, enda var
hann gamall maður, farinn að heilsu og óvanur ritstörfum, þegar
hann gekk frá endurminningum sínum. Ef til vill munu einhverjir
ekki sjá annað í þessum hugleiðingum en orðhengilshátt, en þar
vegur nokkuð á móti að það er ekkert aukaatriði í þjóðsögu að til-
svar sé í samræmi við mælt mál. Beinast liggur við að skýra f jarðar-
kjaftinn í hinum yngri frásögnum á þá leið að hann sé tilbúningur
þeirra sem vita það að fjarðarbotninn fær ekki stáðist í sögunni, ef
krossinn hefur rekið á Krossfjöruna. Eðlilegast er að hugsa sér að
þjóðsagan, sem myndast eftir að uppruni krossins er gleymdur, hafi
látið krossinn reka í fjarðarbotn og síðan tengi menn saman Kross-
fjörunafnið, sem til var fyrir, og krossrekann, en gamla tilsvarið
haldist óbreytt þangað til menn gera kröfu til að allt falli staðfræði-
lega í ljúfa löð; þá finna menn upp á fjarðarkjaftinum sem hefur
þann annmarka að hann er í þessu sambandi í yngri sögugerðunum
málfarslega hæpinn, svo að ekki sé fastar að orði kveðið, auk þess sem
tröllskessunum hefði ekki átt að vera bráð hætta búin fyrr en kross-
inn var landfastur eða séð varð að hann bæri að landi í Norðfirði,
fyrst farið er að gera kröfu til mikils raunsæis og fullkominnar sam-
kvæmni í þjóðsögu. Allt er þetta þó skiljanlegast ef litið er á það sem
hreinan skáldskap. Þjóðsaga getur að vísu geymt sögulegan kjarna