Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 121
SAGA HESTALÆKNINGA Á ÍSLANDI
123
er að vísu ekki svo slæmt orð ef það er notað í upprunalegri merkingu — trú
sem var höfð við hliðina á annarri trú — en jþað hefur einhvern þann blæ sem
gefur í skyn að þessi trú sé alltaf og nauðsynlega verri en önnur trú. Enn verra
er að orðið hjátrú er stundum búið að fá merkinguna „það sem enginn trúir“,
fremur en „það sem sumir trúa“. Skemmtilegt dærni um það er á bls. 259 þar
sem rætt er um þá þjóðtrú að aðkeyptur hestur yrði strokgjarn ef hann væri
sóttur með aðfalli. Skaftfellingur komst svo að orði um þetta: „Sagt var að
það væri ekki hjátrú. Menn trúðu því.“
Orðið þjóðtrú befur að minnsta kosti þann kost með sér að það er fremui'
hlutlaust og að það feiur í sér að þjóðin — eða hluti hennar — hafi lagt trú á
það sem átt er við.
Mér hefur fundist það þess virði að ræða þetta atriði vegna þess að það
kemur við niðuriagskafla Housers. Ein af aðalniðurstöðunum er það, að meira
kveði að skynsemi •— meðulum og aðferðum er hafa í raun og veru haft áhrif ■—•
í íslenskum hestalækningum heldur en hestalækningum á Norðurlöndum.
Hann bendir fyrst á að lítið eða ekkert kveður að náttúruverum, löppum,
galdramönnum og þess kyns, sem hefur verið bendlað við uppruna sjúkdóma er-
lendis. Á Islandi hafi draugum og framiiðnum mönnum verið kennt um slíkt.
Þetta virðist vera alveg rétt og standa í sambandi bæði við þau skilyrði er
vantaði á íslandi og þau skilyrði sem til voru í ríkari mæli. En ekki kveður
heldur mikið að því að draugum hafi verið kennt um hrossasjúkdóma. Houser
telur meðal annars að íslenskir hestar hafi verið óvenjulega heilsugóðir í forn-
óld, þar sem ekki var til að dreifa hér á landi ýmsum sýklum og veirum sem
valdið haía sóttnæmum sjúkdómum erlendis. Mörg ráð úr gamalli norskri þjóð-
trú munu vegna þess snemma hafa fallið í gleymsku. Þetta getur líka verið
satt og rétt. Þó gerir Houser ef til vill ögn meira úr skynsemi íslenskra hesta-
lækninga en j.'-mnað verður. Reyndar bendir hann, eins og sannkölluðum vís-
mdamanni er skylt, á ýmis vandkvæði sem koma skynsemiskenningunni við á
öðrum stöðum i nti sínu, en ekki hefði verið úr vegi að endurtaka þetta hér, og
ýmsu má líka við bæta. í fyrsta lagi er, eins og Houser tekur fram í Formála,
flest sem skráð er í þjóðfræðasöfnum á Norðurlöndum um hestalækningar að
minnsta kosti c!0—50 árum eldra heldur en það efni sem fengið er úr svörum
a spurningaskiá Þjóðminjasafnsins og öðrum íslenskum heimildum Housers
sem mestur matur er í. Lika verður að líta á hitt, að það sem Houser segir um
söfnunai'starfsemi þoirra Jóns Árnasonar og Ólafs Davíðssonar á bls. IX—X:
„Um skynsamlegar alþýðulækningar á hrossum er ekki neitt að finna. Það er
fyrst á síðustu áratugum, að þjóðsagnafræðingar hafa skilið til fulls að safna
mgi því sem á ensku er kallað rational folk medicine . ..“, gildir líka að mestu
leyti um efniviðinn i sænskum, norskum og dönskum þjóðfræðaheimildum. Ef til
vill hefur því verið meira af skynsamlegum alþýðulækningum á Norðurlöndum
og meira af þjóðtrú i íslenskum alþýðulækningum heldur en heimildir benda til.
Við þetta bætist einnig að margar þeirra spurninga í spurningalistanum er lúta
að þjóðtrú koma í lok skrárinnar, þar sem menn hafa ef til vill verið farnir
að þreytast. Því ef eitthvað má finna spurningaskránni til lýta er það að hún
er heldur löng. Einnig kæmi mér ekki á óvart að ástæðan til þess að sumir
þeirra er svarað hafa spurningaskránm' vilja ekki láta nafns síns getið á prenti
hafi verið sú að þeir hafi venó hræddir um að lesendur myndu halda að þeir
hafi lagt trú á eitthvað þjóðtrúarkyns er þeir hafa nefnt. Að menn hafi ekki